Innlent

Með amfetamín í myndspilara

Litla Hraun.
Litla Hraun.

Fangi á Litla Hrauni á þrítugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að vera með 40 grömm af amfetamíni falin inn í DVD spilara í klefa sínum.

Maðurinn, sem hefur hlotið 17 refsidóma frá upphafi, situr nú inni meðal annars fyrir líkamsárás, gripdeild og frelsissviptingu.

Afbrotaferill mannsins hófst árið 2001. Síðast var honum gert að sæta fangelsi í fjóra mánuði vegna líkamsárásar.

Fíkniefnin fundust áður en síðasti dómur féll. Því er hann refsiþyngjandi. Það gera tveir mánuðir óskilorðsbundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×