Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júlí 2025 22:14 Allt fór á besta veg og lögreglan hafði upp á gestunum óboðnu. Vísir/Samsett Sérsveit ríkislögreglustjóra hafði afskipti af útilegu nemenda við Menntaskólann í Reykjavík við Laugarvatn. Óboðnir gestir höfðu látið sjá sig og neitað að fara. Þeir sögðust vera vopnaðir hnífum. Fréttir bárust af því í dag að gestir á tjaldsvæðinu að Hraunborgum í Grímsnesi hafi verið óánægðir með partístand Verslinga sem héldu sína útilegu á sama tíma litlu sunnar. Eigandi tjaldsvæðisins þar sagði að mikið fyllerí unglinganna hafi valdið öðrum tjaldsvæðisgestum ónæði en að útilegan hafi þó farið friðsamlega fram. Borgarstjóri Reykjavíkur skarst í leikinn og hrósaði Verslingum en hún á sjálf barn sem er nemandi þar. Um útilegu MRinga er aðra sögu að segja þó að hún hafi gengið smurt fyrir sig að mestu leyti. Um tvö leytið í nótt komu að sögn formanna nemendafélaganna tveggja, Framtíðarinnar og Skólafélagsins, óboðnir gestir sem ekki voru nemendur við MR og neituðu að yfirgefa tjaldsvæðið þegar þeir voru beðnir um það. Elín Edda Arnarsdóttir, inspector scholae, segist hafa rætt við gestina og beðið þá um að annað hvort fara eða greiða fyrir miða. Þessu neituðu gestirnir og fljótt hófust rifrildi. Þeim lauk með því að gestirnir hótuðu að munda hnífa. Það voru ráðnir gæslumenn á tjaldsvæðið en að sögn Eddu voru þeir aðeins ráðnir til tvö og þá fóru gæslumennirnir á tjaldsvæðið að Hraunborgum þar sem Verslunarskólanemar héldu sína útilegu. Þeir gerðu sig svo tilbúna til að koma aftur þegar þeim bárust fregnirnar en voru afboðaðir því ákveðið var að hringja í lögregluna. Áður en hana bar að garði létu gestirnir óboðnu sig hverfa. Eddu bárust svo fregnir af því síðar að lögreglan á Suðurlandi hafi haft uppi á þeim seinna um kvöldið. Í kjölfarið á því mættu svo tveir sérsveitarmenn í fullum skrúða á tjaldsvæðið og ræddu við forsvarsmenn útilegunnar. Ólafur Helgi Kjartansson, forseti Framtíðarinnar, hafði sömu sögu að segja en klykkti út með: „Annars var þetta mjög velheppnuð útilega. Ólíkt Verslingunum buðu tjaldsvæðiseigendurnir okkur að koma aftur,“ segir Ólafur. Þess er vert að geta að viðburðurinn var ekki haldinn á vegum Menntaskólans í Reykjavík heldur var hann skipulagður af nemendum. Framhaldsskólar Tjaldsvæði Grímsnes- og Grafningshreppur Skóla- og menntamál Ofbeldi barna Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Fréttir bárust af því í dag að gestir á tjaldsvæðinu að Hraunborgum í Grímsnesi hafi verið óánægðir með partístand Verslinga sem héldu sína útilegu á sama tíma litlu sunnar. Eigandi tjaldsvæðisins þar sagði að mikið fyllerí unglinganna hafi valdið öðrum tjaldsvæðisgestum ónæði en að útilegan hafi þó farið friðsamlega fram. Borgarstjóri Reykjavíkur skarst í leikinn og hrósaði Verslingum en hún á sjálf barn sem er nemandi þar. Um útilegu MRinga er aðra sögu að segja þó að hún hafi gengið smurt fyrir sig að mestu leyti. Um tvö leytið í nótt komu að sögn formanna nemendafélaganna tveggja, Framtíðarinnar og Skólafélagsins, óboðnir gestir sem ekki voru nemendur við MR og neituðu að yfirgefa tjaldsvæðið þegar þeir voru beðnir um það. Elín Edda Arnarsdóttir, inspector scholae, segist hafa rætt við gestina og beðið þá um að annað hvort fara eða greiða fyrir miða. Þessu neituðu gestirnir og fljótt hófust rifrildi. Þeim lauk með því að gestirnir hótuðu að munda hnífa. Það voru ráðnir gæslumenn á tjaldsvæðið en að sögn Eddu voru þeir aðeins ráðnir til tvö og þá fóru gæslumennirnir á tjaldsvæðið að Hraunborgum þar sem Verslunarskólanemar héldu sína útilegu. Þeir gerðu sig svo tilbúna til að koma aftur þegar þeim bárust fregnirnar en voru afboðaðir því ákveðið var að hringja í lögregluna. Áður en hana bar að garði létu gestirnir óboðnu sig hverfa. Eddu bárust svo fregnir af því síðar að lögreglan á Suðurlandi hafi haft uppi á þeim seinna um kvöldið. Í kjölfarið á því mættu svo tveir sérsveitarmenn í fullum skrúða á tjaldsvæðið og ræddu við forsvarsmenn útilegunnar. Ólafur Helgi Kjartansson, forseti Framtíðarinnar, hafði sömu sögu að segja en klykkti út með: „Annars var þetta mjög velheppnuð útilega. Ólíkt Verslingunum buðu tjaldsvæðiseigendurnir okkur að koma aftur,“ segir Ólafur. Þess er vert að geta að viðburðurinn var ekki haldinn á vegum Menntaskólans í Reykjavík heldur var hann skipulagður af nemendum.
Framhaldsskólar Tjaldsvæði Grímsnes- og Grafningshreppur Skóla- og menntamál Ofbeldi barna Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira