Erlent

Mjög umdeild starfsmannastefna Northwest Airlines

Rannsókn er hafin á undarlegu flugatviki sem átti sér stað í Bandaríkjunum á dögunum. Farþegaþota Northwest Airlines sem var á leið frá San Diego til Minneapolis kom ekki inn til lendingar heldur flaug rakleiðis yfir borgina. Flugumferðarstjórar náðu engu sambandi við vélina og voru herþotur settar í viðbragðsstöðu ef ske kynni að henni hefði verið rænt. Klukkutíma síðar, þegar vélin var komin rúma 240 kílómetra frá Minneapolis náðist loks samband við flugmennina sem sneru vélinnni þegar við og lentu henni heilu og höldnu. Þegar gengið var á þá og þeir spurðir hverju sætti báru þeir því við að þeir hefðu verið að rífast um stefnu flufélagsins í starfsmannamálum og tapað áttum. Þeir hafa báðir verið leystir frá störfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×