Innlent

Baldur hættir - umræðan truflaði dagleg störf

Baldur Guðlaugsson.
Baldur Guðlaugsson.

Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu hefur ákveðið að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Í bréfi sem Baldur hefur sent starfsfólki mennta- og menningarmálaráðuneytisins segir að umfjöllun sem síðustu daga hafi blossað upp í fjölmiðlum um viðskipti sem hann átti með hlutabréf í Landsbanka Íslands haustið 2008 og um athugun á þeim hafi „truflandi áhrif á hans daglegu störf, auk þess sem hún sé til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á starf og trúverðugleika ráðuneytisins."

Baldur kveðst gjarnan vilja að ráðuneytið og starfsfólk þess geti ótruflað af sínum völdum gengið til sinna krefjandi starfa. Hann hafi því haft frumkvæði að því að óska eftir að láta af störfum í ráðuneytinu og í Stjórnarráðinu um næstu mánaðamót, að því er segir í tilkynningunni.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×