Innlent

Stjórnvöld verji heimilin

Frá ársfundi ASÍ.
Frá ársfundi ASÍ. Mynd/GVA
Ársfundur ASÍ krefst þess að allra úrræða sé leitað til þess að verja stöðu heimilanna og lágmarka þann skaða sem þau hafa þegar orðið fyrir og sem þau verða óhjákvæmilega fyrir vegna efnahagshrunsins.

Í ályktun fundarins segir gæta þurfi þess sérstaklega að þær ráðstafanir sem gripið sé til festi ekki heimilin í skuldafjötrum því þær hafi gríðarlega alvarlegar afleiðingar til framtíðar.

„Þær ráðstafanir sem boðaðar hafa verið taka aðeins á hluta vandans og eru fyrsta skref af mörgum sem taka þarf. Styrkja verður stöðu þeirra sem lenda í vanskilum, takmarka kostnað vegna vanskilainnheimtu og breyta lögum um gjaldþrot og nauðungaruppboð þannig að fjölskyldur fari ekki á vergang eða sitji uppi árum saman með skuldir úr gjaldþrotum," segir í ályktuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×