Erlent

Sonur Frakklandsforseta minnkar við sig

Óli Tynes skrifar
Jean Sarkozy situr fyrir svörum í franska sjónvarpinu.
Jean Sarkozy situr fyrir svörum í franska sjónvarpinu.

Sonur Nikulásar Sarkozy forseta Frakklands hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir formennsku í nefnd sem stýrir auðugu úthverfi í París. Hann ætlar samt að reyna að fá sæti í nefndinni.

Það vakti mikla ólgu þegar uppvíst varð að Jean Sarkozy sæktist eftir formennsku í nefndinni. Hann er tuttugu og þriggja ára gamall og á öðru ári í lögfræði. Menn þóttust sá hönd forsetans á framaferli sonarins.

Talið er nokkuð víst að ungi maðurinn nái því auðveldlega að fá sæti í nefndinni þar sem stuðningsmenn forsetans eru í dágóðum meirihluta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×