Fleiri fréttir Flosi úr lífshættu eftir bílveltu Flosi Ólafsson leikari og rithöfundur er kominn úr lífshættu eftir bílslys sem hann lenti í skammt frá Borgarfjarðarbrúnni um kvölmatarleytið í gær. Flosi var að koma frá Reykjavík og á leið til heimilis síns í Reykholtsdal. 22.10.2009 18:40 Kynlífsþrælkun á Íslandi Virkur kynlífsmarkaður er á Íslandi sem eykur líkur á ólöglegri vændisstarfsemi og mansali hér á landi, segir fulltrúi Íslands hjá Europol. Hann segir íslensk löggæsluyfirvöld hafa áhyggjur af því að vandinn fari vaxandi. 22.10.2009 18:30 Átt þú þessi dekk? Nokkur dekk á felgum voru haldlögð í Árbæ um miðjan dag í gær. Dekkin höfðu verið auglýst til sölu á Netinu en talið er að þeim hafi verið stolið. Karl á þrítugsaldri var yfirheyrður í tengslum við rannsóknina en hann sagðist nýlega hafa fundið dekkin í öðru hverfi í borginni og slegið eign sinni á þau. Lögreglan leitar því réttmæts eiganda dekkjanna en sá hinn sami getur haft samband við lögregluna í síma 444-1190 á skrifstofutíma. Óskað verður eftir staðfestingu á eignarhaldi en dekkin má sjá á myndinni hér að neðan. 22.10.2009 18:11 Tek hatt minn ofan fyrir dómstólum Hæstiréttur þyngdi í dag dóm yfir föður sem hafði verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að misnota barnunga dóttur sína og dæmdi hann í fimm ára fangelsi. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að um tímamótadóm sé að ræða og segir dómstóla hafa staðist prófið með glans. Sönnunarbyrði í málum sem þessum sé oft erfið en Hæstiréttur hafi tekið á málinu af mikilli fagmennsku. 22.10.2009 17:56 Forsetafrú í húla-hoppi Forsetafrúin var gestgjafi um eitthundrað barna og foreldra sem hafði verið boðið í Hvíta húsið til að fræðast um hollan mat og holla hreyfingu. 22.10.2009 16:45 Sýknaður peningafalsari aftur fyrir dóm Hæstiréttur Íslands ómerkti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem var ákærður fyrir að falsa tvo fimm þúsund króna seðla og framvísa þeim á pítsustað. 22.10.2009 16:37 Dómur barnaníðings þyngdur um þrjú ár Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnungri dóttur hans. Brotin áttu sér stað á tímabilinu september 2007 til nóvember 2008. 22.10.2009 16:31 Árs fangelsi fyrir að misnota barnunga stúlku Karlmaður var dæmdu í tólf mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn átta ára gamalli stúlku. 22.10.2009 16:25 Einn útskrifaður af gjörgæslu Einn þeirra sex sem lágu inni á gjörgæsludeild Landspítalans í gær með svokallaða svínaflensu er útskrifaður þaðan. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur frá Haraldi Briem sóttvarnalækni útskrifaðist hann í gærkvöldi. 22.10.2009 16:13 Búið að skila spurningalista ESB Íslensk stjórnvöld skiluðu í dag inn svörum við spurningalista framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem er hluti af samræmdu umsóknarferli að ESB samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 22.10.2009 16:10 GPS tækjum stolið úr bílum Nokkuð var um innbrot í bíla í Reykjavík í gær en fimm slíkar tilkynningar bárust lögreglunni. 22.10.2009 16:00 Allsber í eldhúsinu Bandarískur maður hefur verið handtekinn fyrir að vera nakinn þegar hann var að laga kaffi í eldhúsinu á heimili sínu klukkan hálf sex að morgni. 22.10.2009 15:41 Fjársvikarar nýta sér neyð Rebekku Maríu „Maður skilur hreinlega ekki hvað gengur að fólki,“ segir Pétur Sigurgunnarsson sem stendur fyrir söfnunarátakinu Hönd í hönd, þar sem safnað er pening fyrir Rebekku Maríu Jóhannesdóttur, 22 ára stúlku í Hafnarfirði, en borið hefur á því að óprúttnir betlarar hafa sníkt fé af fólki í nafni átaksins og svo hirt það. 22.10.2009 15:36 Netabátur varð aflvana við Skagaströnd Björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd var kölluð út fyrir rúmri klukkustund vegna 200 tonna netabáts sem er aflvana um 18 sjómílur vestan Skagastrandar, eða rétt við Gjögur á Ströndum. Er báturinn með veiðarfæri í skrúfunni. Um 6-8 manns eru um borð. 22.10.2009 15:33 Breskar löggur vopnaðar við eftirlitsstörf Eins og Íslendingar hafa Bretar verið stoltir af því að lögregluþjónar þeirra eru ekki vopnaðir við hefðbundin eftirlitsstörf. Í Bretlandi heyrir það nú sögunni til. 22.10.2009 15:22 Fékk bílskúrshurð í höfuðið Karlmaður slasaðist alvarlega þegar hann fékk bílskúrsdyr í höfuðið í morgun í Kópavogi. 22.10.2009 15:03 George Soros gæti keypt Ísland eins og það leggur sig Auðkýfingar eiga hallir, einkaþotur og skemmtisnekkjur. Nú hafa reiknimeistarar reiknað út hvaða lönd þeir hefðu efni á að kaupa sér. 22.10.2009 14:52 Fáum 87.625 tonna kolmunnakvóta Á fundi strandríkja um stjórnun veiða úr kolmunnastofninum sem lauk í Lundúnum í dag, náðist samkomulag um að heildaraflamarkið verði 540.000 tonn. Íslenskum skipum verður heimilt að veiða 87.625 tonn. 22.10.2009 14:51 Landabruggarar ákærðir Þrítugur karlmaður og tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að hafa framleitt 110 lítra af gambra og átt sérhæfð áhöld til að eima áfengi í byrjun sumars. Lögreglan lagði hald á áfengið, 5 hvítar tunnur og suðupott í húsnæði að Hraunbæ aðfararnótt 18 júní í síðastliðinn. 22.10.2009 14:40 Iðnaðarráðherra undirritaði viljayfirlýsingu fyrir norðan Í dag undirritaði iðnaðarráðherra viljayfirlýsingu við Norðurþing, Skútustaðahrepp og Þingeyjarsveit um samstarf á sviði orkurannsókna, orkunýtingar og atvinnuuppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Undirritunin fór fram á Sjóminjasafninu á Húsavík. 22.10.2009 14:33 Fótboltalið í skotheld vesti Leikmönnum þýska landsliðsins í fótbolta hefur verið sagt að vera undir það búnir að ganga í skotheldum vestum á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku á næsta ári. 22.10.2009 14:27 Ekið á gangandi vegfaranda á Hringbraut Ekið var á gangandi vegfaranda á Hringbraut við Þjóðminjasafnið á þriðja tímanum í dag. Sjúkraflutningamenn voru kvaddir á staðinn en ekki er ljóst hvort viðkomandi hafi slasast. 22.10.2009 14:23 Aftur djammað í Súlnasalnum Gullaldarstemmingin í Súlnasal Hótel Sögu verður endurvakin næstkomandi laugardag, sem er fyrsti vetrardagur. Þar troða upp meðal annarra Lúdó og Stefán, Raggi Bjarna og Garðar Guðmundsson. 22.10.2009 13:55 Átta mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot Þorfinnur Þorfinnsson var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir vörslu fíkniefna í maí á síðasta ári. Þorfinnur hafði þá í vörslum sínum rúm 14 grömm af amfetamíni, tæp 17 grömm af hassi, 1 kannabisplöntu, um 2,5 grömm af kókaíni og lítilræði af maríhúana. Þorfinnur játaði brot sitt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann hefur áður hlotið dóm vegna fíkniefnalagabrota og var á skilorði þegar fyrrgreint brot var framið. 22.10.2009 13:37 Ólafur Ragnar heimsækir Dalabyggð Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun sækja Dalabyggð heim á morgun. Forsetin mun heimsækja fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu. Í tilkynningu frá bæjarstjóra Dalabyggðar kemur fram að forsetinn muni meðal annars sækja heim Dvalarheimilið Silfurtún, MS í Búðardal og Auðarskóla þar sem FM Belfast mun stíga á stokk. Forsetinn situr einnig málþing og stofnfund ungra bænda í Dalabúð auk þess að taka þátt í vígsluathöfn Guðrúnarlaugar. 22.10.2009 13:22 Meint fórnalamb: „Mér var sagt að rífa ekki kjaft við lögregluna“ Námsmaðurinn Edward Alexander Eiríksson á erfitt með að treysta lögreglunni eftir að hann var handtekinn í janúar síðastliðnum. Hann kærði handtökuna og var málið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 22.10.2009 13:12 Engin endurskoðun án mótmæla Almenningur þarf að sýna það í verki, með mótmælum, vilji hann að samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verði breytt. Viðræður ríkisstjórnarinnar einnar um endurskoðun samstarfsins dugi ekki til; sjóðurinn taki hins vegar mark á almenningi. Þetta segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, sem telur að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi einhliða sagt upp samstarfinu við Ísland. 22.10.2009 12:43 Sektaður um 45 milljónir Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í sex mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára fyrir stófelld skattsvik. Hann játaði brot sín greiðlega. Hann var áður dæmdur fyrir fjársvik og því hlaut hann sex mánaðadóm. 22.10.2009 12:41 Meint skattabrot í Baugsmálinu tekin fyrir í dómi Fyrirtaka í skattahluta Baugsmálsins var í Hérðasdómi Reykjavíkur í morgun. Ríkislögreglustjóri gaf í desember í fyrra út ákæru á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Kristínu systur hans, Tryggva Jónssyni, Baugi og Gaumi fyrir meint skattalagabrot á árunum 1998 til 2002. 22.10.2009 12:36 Hægt að panta tíma fyrir bólusetningu Heilsugæslustöðvar landsins taka frá og með deginum í dag við tímapöntunum frá sjúklingum með tilgreinda „undirliggjandi sjúkdóma" og frá þunguðum konum vegna bólusetningar við svokallaðri svínaflensu. 22.10.2009 12:18 Fólk treystir dómstólum betur en ríkisstjórn og Alþingi Tæpur helmingur svarenda í nýrri könnun markaðsrannsóknafyrirtækisins MMR, eða 46,6 prósent, segjast bera mikið traust til Hæstaréttar. 42,3 prósent segjast bera mikið traust til dómsmálaráðuneytisins og 40,3 prósent segjast bera mikið traust til héraðsdómstólanna. 22.10.2009 12:01 Steingrímur mælti fyrir frumvarpi um Icesave Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mælti í morgun fyrir frumvarpi um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta vegna Icesave reikninganna. Eins og fram hefur komið hafa íslensk stjórnvöld náð samkomulagi við bresk og hollensk stjórnvöld vegna málsins en það samkomulag er háð samþykki Alþingis. 22.10.2009 11:16 Formaður ASÍ gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega Ríkisstjórnin hefur efnt afar fátt í stöðugleikasáttmálanum og lítið þokast í samkomulagsátt, sagði Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, á ársþingi sambandsins í dag. 22.10.2009 11:03 Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás - neitar sök Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon neitaði sök í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann hefur verið ákærður fyrir fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 gerst offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. 22.10.2009 10:47 Össur: Kemur til greina endurskoða AGS áætlun Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir eðlilegt að menn setjist niður og skoði hvort ástæða sé til þess að endurskoða áætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta kom fram í svari Össurar við fyrirspurn Illuga Gunnarssonar í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 22.10.2009 10:47 Íslendingar bera pólitíska ábyrgð í málum flóttamannanna Það skiptir máli að stjórnvöld skoði út frá pólitískum forsendum á hvaða ástæðum fólki er vísað út úr landi, segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG. Eins og kunnugt er hefur fjórum flóttamönnum frá Afganistan og Írak verið vísað frá landinu. Sá fimmti er í felum af ótta við að honum verði jafnframt vísað á brott. 22.10.2009 10:36 Cheney ræðst harkalega á Obama Dick Cheney fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna hefur gagnrýnt Barack Obama óvenju harkalega fyrir vingulshátt í stríðsrekstrinum í Afganistan. 22.10.2009 10:31 Hraðakstur í Reykjavík Brot 46 ökumanna voru mynduð á Breiðhöfða í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Breiðhöfða í norðurátt, að Dvergshöfða. Í tilkynningu frá lögreglu segir að á einni klukkustund, síðdegis, hafi 211 ökutæki ekið þessa akstursleið og því ók rúmlega fimmtungur ökumanna, eða 22 prósent, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 65 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Átta óku á 70 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 89. 22.10.2009 10:28 Leiguíbúðir vantar á Langanes Húsnæðisskortur er nú á Þórshöfn á Langanesi og auglýsir sveitarstjórinn eftir áhugasömum verktökum til að koma og byggja fleiri íbúðir. 22.10.2009 10:18 Tuttugu og fjórir prestar styðja ákvörðun Biskups Tuttugu og fjórir prestar undirrita grein sem skrifuð er í Fréttablaðið í dag til stuðnings ákvörðunar biskups Íslands um að færa sr. Gunnar Björnsson, fyrrverandi sóknarprest á Selfossi, til í starfi. Gunnar var sem kunnugt er sakaður um kynferðisbrot gagnvart nokkrum sóknarbörnum en sýknaður af ákærunni. 22.10.2009 09:37 Íslenskir karlar verða elstir norrænna karla Áætlaður lífaldur Íslendinga er sá hæsti á Norðurlöndum. Þetta á þó einungis við um karla en íslenskar konur verða næstum jafn gamlar og sænskar kynsystur þeirra. 22.10.2009 08:48 Íslendingar hafa greitt að fullu til SÞ Ísland er á meðal þeirra 22 þjóða sem hafa greitt aðildargjöld sín að Sameinuðu Þjóðunum að fullu. 192 lönd eru aðilar að samtökunum og því hafa aðeins tæp tólf prósent landanna greitt allt sem þeim ber. 22.10.2009 08:19 Barist í Mogadishu Átján eru látnir í það minnsta eftir bardaga á milli íslamskra uppreisnarmanna og stjórnarhermanna í Mogadishu höfuðborg Sómalíu. Stórskotaliði var beitt í bardaganum og að minnsta kosti 58 eru slasaðir að því er sjúkraflutningamenn segja. 22.10.2009 08:17 Dýrt bensín fjölgar vélhjólaslysum í Bandaríkjunum Banaslysum vélhjólafólks hefur fjölgað um rúmlega 3.000 á ári eftir að eldsneytisverð rauk upp í Bandaríkjunum. 22.10.2009 08:02 Vill semja upp á nýtt við AGS eða hætta samstarfinu Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur og þingkona Vinstri grænna segir að efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi þarfnist róttækra breytinga. Í grein sem Lilja skrifar í Morgunblaðið í dag segir hún að í raun hafi sjóðurinn sagt upp samkomulaginu einhliða með því að standa ekki við sinn hluta. Greiðslur sem áttu að berast frá sjóðnum hafa ekki gert það og engar formlegar skýringar hafa borist á því. 22.10.2009 07:24 Sjá næstu 50 fréttir
Flosi úr lífshættu eftir bílveltu Flosi Ólafsson leikari og rithöfundur er kominn úr lífshættu eftir bílslys sem hann lenti í skammt frá Borgarfjarðarbrúnni um kvölmatarleytið í gær. Flosi var að koma frá Reykjavík og á leið til heimilis síns í Reykholtsdal. 22.10.2009 18:40
Kynlífsþrælkun á Íslandi Virkur kynlífsmarkaður er á Íslandi sem eykur líkur á ólöglegri vændisstarfsemi og mansali hér á landi, segir fulltrúi Íslands hjá Europol. Hann segir íslensk löggæsluyfirvöld hafa áhyggjur af því að vandinn fari vaxandi. 22.10.2009 18:30
Átt þú þessi dekk? Nokkur dekk á felgum voru haldlögð í Árbæ um miðjan dag í gær. Dekkin höfðu verið auglýst til sölu á Netinu en talið er að þeim hafi verið stolið. Karl á þrítugsaldri var yfirheyrður í tengslum við rannsóknina en hann sagðist nýlega hafa fundið dekkin í öðru hverfi í borginni og slegið eign sinni á þau. Lögreglan leitar því réttmæts eiganda dekkjanna en sá hinn sami getur haft samband við lögregluna í síma 444-1190 á skrifstofutíma. Óskað verður eftir staðfestingu á eignarhaldi en dekkin má sjá á myndinni hér að neðan. 22.10.2009 18:11
Tek hatt minn ofan fyrir dómstólum Hæstiréttur þyngdi í dag dóm yfir föður sem hafði verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að misnota barnunga dóttur sína og dæmdi hann í fimm ára fangelsi. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að um tímamótadóm sé að ræða og segir dómstóla hafa staðist prófið með glans. Sönnunarbyrði í málum sem þessum sé oft erfið en Hæstiréttur hafi tekið á málinu af mikilli fagmennsku. 22.10.2009 17:56
Forsetafrú í húla-hoppi Forsetafrúin var gestgjafi um eitthundrað barna og foreldra sem hafði verið boðið í Hvíta húsið til að fræðast um hollan mat og holla hreyfingu. 22.10.2009 16:45
Sýknaður peningafalsari aftur fyrir dóm Hæstiréttur Íslands ómerkti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem var ákærður fyrir að falsa tvo fimm þúsund króna seðla og framvísa þeim á pítsustað. 22.10.2009 16:37
Dómur barnaníðings þyngdur um þrjú ár Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnungri dóttur hans. Brotin áttu sér stað á tímabilinu september 2007 til nóvember 2008. 22.10.2009 16:31
Árs fangelsi fyrir að misnota barnunga stúlku Karlmaður var dæmdu í tólf mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn átta ára gamalli stúlku. 22.10.2009 16:25
Einn útskrifaður af gjörgæslu Einn þeirra sex sem lágu inni á gjörgæsludeild Landspítalans í gær með svokallaða svínaflensu er útskrifaður þaðan. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur frá Haraldi Briem sóttvarnalækni útskrifaðist hann í gærkvöldi. 22.10.2009 16:13
Búið að skila spurningalista ESB Íslensk stjórnvöld skiluðu í dag inn svörum við spurningalista framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem er hluti af samræmdu umsóknarferli að ESB samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 22.10.2009 16:10
GPS tækjum stolið úr bílum Nokkuð var um innbrot í bíla í Reykjavík í gær en fimm slíkar tilkynningar bárust lögreglunni. 22.10.2009 16:00
Allsber í eldhúsinu Bandarískur maður hefur verið handtekinn fyrir að vera nakinn þegar hann var að laga kaffi í eldhúsinu á heimili sínu klukkan hálf sex að morgni. 22.10.2009 15:41
Fjársvikarar nýta sér neyð Rebekku Maríu „Maður skilur hreinlega ekki hvað gengur að fólki,“ segir Pétur Sigurgunnarsson sem stendur fyrir söfnunarátakinu Hönd í hönd, þar sem safnað er pening fyrir Rebekku Maríu Jóhannesdóttur, 22 ára stúlku í Hafnarfirði, en borið hefur á því að óprúttnir betlarar hafa sníkt fé af fólki í nafni átaksins og svo hirt það. 22.10.2009 15:36
Netabátur varð aflvana við Skagaströnd Björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd var kölluð út fyrir rúmri klukkustund vegna 200 tonna netabáts sem er aflvana um 18 sjómílur vestan Skagastrandar, eða rétt við Gjögur á Ströndum. Er báturinn með veiðarfæri í skrúfunni. Um 6-8 manns eru um borð. 22.10.2009 15:33
Breskar löggur vopnaðar við eftirlitsstörf Eins og Íslendingar hafa Bretar verið stoltir af því að lögregluþjónar þeirra eru ekki vopnaðir við hefðbundin eftirlitsstörf. Í Bretlandi heyrir það nú sögunni til. 22.10.2009 15:22
Fékk bílskúrshurð í höfuðið Karlmaður slasaðist alvarlega þegar hann fékk bílskúrsdyr í höfuðið í morgun í Kópavogi. 22.10.2009 15:03
George Soros gæti keypt Ísland eins og það leggur sig Auðkýfingar eiga hallir, einkaþotur og skemmtisnekkjur. Nú hafa reiknimeistarar reiknað út hvaða lönd þeir hefðu efni á að kaupa sér. 22.10.2009 14:52
Fáum 87.625 tonna kolmunnakvóta Á fundi strandríkja um stjórnun veiða úr kolmunnastofninum sem lauk í Lundúnum í dag, náðist samkomulag um að heildaraflamarkið verði 540.000 tonn. Íslenskum skipum verður heimilt að veiða 87.625 tonn. 22.10.2009 14:51
Landabruggarar ákærðir Þrítugur karlmaður og tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að hafa framleitt 110 lítra af gambra og átt sérhæfð áhöld til að eima áfengi í byrjun sumars. Lögreglan lagði hald á áfengið, 5 hvítar tunnur og suðupott í húsnæði að Hraunbæ aðfararnótt 18 júní í síðastliðinn. 22.10.2009 14:40
Iðnaðarráðherra undirritaði viljayfirlýsingu fyrir norðan Í dag undirritaði iðnaðarráðherra viljayfirlýsingu við Norðurþing, Skútustaðahrepp og Þingeyjarsveit um samstarf á sviði orkurannsókna, orkunýtingar og atvinnuuppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Undirritunin fór fram á Sjóminjasafninu á Húsavík. 22.10.2009 14:33
Fótboltalið í skotheld vesti Leikmönnum þýska landsliðsins í fótbolta hefur verið sagt að vera undir það búnir að ganga í skotheldum vestum á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku á næsta ári. 22.10.2009 14:27
Ekið á gangandi vegfaranda á Hringbraut Ekið var á gangandi vegfaranda á Hringbraut við Þjóðminjasafnið á þriðja tímanum í dag. Sjúkraflutningamenn voru kvaddir á staðinn en ekki er ljóst hvort viðkomandi hafi slasast. 22.10.2009 14:23
Aftur djammað í Súlnasalnum Gullaldarstemmingin í Súlnasal Hótel Sögu verður endurvakin næstkomandi laugardag, sem er fyrsti vetrardagur. Þar troða upp meðal annarra Lúdó og Stefán, Raggi Bjarna og Garðar Guðmundsson. 22.10.2009 13:55
Átta mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot Þorfinnur Þorfinnsson var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir vörslu fíkniefna í maí á síðasta ári. Þorfinnur hafði þá í vörslum sínum rúm 14 grömm af amfetamíni, tæp 17 grömm af hassi, 1 kannabisplöntu, um 2,5 grömm af kókaíni og lítilræði af maríhúana. Þorfinnur játaði brot sitt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann hefur áður hlotið dóm vegna fíkniefnalagabrota og var á skilorði þegar fyrrgreint brot var framið. 22.10.2009 13:37
Ólafur Ragnar heimsækir Dalabyggð Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun sækja Dalabyggð heim á morgun. Forsetin mun heimsækja fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu. Í tilkynningu frá bæjarstjóra Dalabyggðar kemur fram að forsetinn muni meðal annars sækja heim Dvalarheimilið Silfurtún, MS í Búðardal og Auðarskóla þar sem FM Belfast mun stíga á stokk. Forsetinn situr einnig málþing og stofnfund ungra bænda í Dalabúð auk þess að taka þátt í vígsluathöfn Guðrúnarlaugar. 22.10.2009 13:22
Meint fórnalamb: „Mér var sagt að rífa ekki kjaft við lögregluna“ Námsmaðurinn Edward Alexander Eiríksson á erfitt með að treysta lögreglunni eftir að hann var handtekinn í janúar síðastliðnum. Hann kærði handtökuna og var málið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 22.10.2009 13:12
Engin endurskoðun án mótmæla Almenningur þarf að sýna það í verki, með mótmælum, vilji hann að samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verði breytt. Viðræður ríkisstjórnarinnar einnar um endurskoðun samstarfsins dugi ekki til; sjóðurinn taki hins vegar mark á almenningi. Þetta segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, sem telur að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi einhliða sagt upp samstarfinu við Ísland. 22.10.2009 12:43
Sektaður um 45 milljónir Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í sex mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára fyrir stófelld skattsvik. Hann játaði brot sín greiðlega. Hann var áður dæmdur fyrir fjársvik og því hlaut hann sex mánaðadóm. 22.10.2009 12:41
Meint skattabrot í Baugsmálinu tekin fyrir í dómi Fyrirtaka í skattahluta Baugsmálsins var í Hérðasdómi Reykjavíkur í morgun. Ríkislögreglustjóri gaf í desember í fyrra út ákæru á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Kristínu systur hans, Tryggva Jónssyni, Baugi og Gaumi fyrir meint skattalagabrot á árunum 1998 til 2002. 22.10.2009 12:36
Hægt að panta tíma fyrir bólusetningu Heilsugæslustöðvar landsins taka frá og með deginum í dag við tímapöntunum frá sjúklingum með tilgreinda „undirliggjandi sjúkdóma" og frá þunguðum konum vegna bólusetningar við svokallaðri svínaflensu. 22.10.2009 12:18
Fólk treystir dómstólum betur en ríkisstjórn og Alþingi Tæpur helmingur svarenda í nýrri könnun markaðsrannsóknafyrirtækisins MMR, eða 46,6 prósent, segjast bera mikið traust til Hæstaréttar. 42,3 prósent segjast bera mikið traust til dómsmálaráðuneytisins og 40,3 prósent segjast bera mikið traust til héraðsdómstólanna. 22.10.2009 12:01
Steingrímur mælti fyrir frumvarpi um Icesave Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mælti í morgun fyrir frumvarpi um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta vegna Icesave reikninganna. Eins og fram hefur komið hafa íslensk stjórnvöld náð samkomulagi við bresk og hollensk stjórnvöld vegna málsins en það samkomulag er háð samþykki Alþingis. 22.10.2009 11:16
Formaður ASÍ gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega Ríkisstjórnin hefur efnt afar fátt í stöðugleikasáttmálanum og lítið þokast í samkomulagsátt, sagði Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, á ársþingi sambandsins í dag. 22.10.2009 11:03
Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás - neitar sök Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon neitaði sök í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann hefur verið ákærður fyrir fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 gerst offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. 22.10.2009 10:47
Össur: Kemur til greina endurskoða AGS áætlun Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir eðlilegt að menn setjist niður og skoði hvort ástæða sé til þess að endurskoða áætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta kom fram í svari Össurar við fyrirspurn Illuga Gunnarssonar í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 22.10.2009 10:47
Íslendingar bera pólitíska ábyrgð í málum flóttamannanna Það skiptir máli að stjórnvöld skoði út frá pólitískum forsendum á hvaða ástæðum fólki er vísað út úr landi, segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG. Eins og kunnugt er hefur fjórum flóttamönnum frá Afganistan og Írak verið vísað frá landinu. Sá fimmti er í felum af ótta við að honum verði jafnframt vísað á brott. 22.10.2009 10:36
Cheney ræðst harkalega á Obama Dick Cheney fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna hefur gagnrýnt Barack Obama óvenju harkalega fyrir vingulshátt í stríðsrekstrinum í Afganistan. 22.10.2009 10:31
Hraðakstur í Reykjavík Brot 46 ökumanna voru mynduð á Breiðhöfða í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Breiðhöfða í norðurátt, að Dvergshöfða. Í tilkynningu frá lögreglu segir að á einni klukkustund, síðdegis, hafi 211 ökutæki ekið þessa akstursleið og því ók rúmlega fimmtungur ökumanna, eða 22 prósent, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 65 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Átta óku á 70 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 89. 22.10.2009 10:28
Leiguíbúðir vantar á Langanes Húsnæðisskortur er nú á Þórshöfn á Langanesi og auglýsir sveitarstjórinn eftir áhugasömum verktökum til að koma og byggja fleiri íbúðir. 22.10.2009 10:18
Tuttugu og fjórir prestar styðja ákvörðun Biskups Tuttugu og fjórir prestar undirrita grein sem skrifuð er í Fréttablaðið í dag til stuðnings ákvörðunar biskups Íslands um að færa sr. Gunnar Björnsson, fyrrverandi sóknarprest á Selfossi, til í starfi. Gunnar var sem kunnugt er sakaður um kynferðisbrot gagnvart nokkrum sóknarbörnum en sýknaður af ákærunni. 22.10.2009 09:37
Íslenskir karlar verða elstir norrænna karla Áætlaður lífaldur Íslendinga er sá hæsti á Norðurlöndum. Þetta á þó einungis við um karla en íslenskar konur verða næstum jafn gamlar og sænskar kynsystur þeirra. 22.10.2009 08:48
Íslendingar hafa greitt að fullu til SÞ Ísland er á meðal þeirra 22 þjóða sem hafa greitt aðildargjöld sín að Sameinuðu Þjóðunum að fullu. 192 lönd eru aðilar að samtökunum og því hafa aðeins tæp tólf prósent landanna greitt allt sem þeim ber. 22.10.2009 08:19
Barist í Mogadishu Átján eru látnir í það minnsta eftir bardaga á milli íslamskra uppreisnarmanna og stjórnarhermanna í Mogadishu höfuðborg Sómalíu. Stórskotaliði var beitt í bardaganum og að minnsta kosti 58 eru slasaðir að því er sjúkraflutningamenn segja. 22.10.2009 08:17
Dýrt bensín fjölgar vélhjólaslysum í Bandaríkjunum Banaslysum vélhjólafólks hefur fjölgað um rúmlega 3.000 á ári eftir að eldsneytisverð rauk upp í Bandaríkjunum. 22.10.2009 08:02
Vill semja upp á nýtt við AGS eða hætta samstarfinu Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur og þingkona Vinstri grænna segir að efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi þarfnist róttækra breytinga. Í grein sem Lilja skrifar í Morgunblaðið í dag segir hún að í raun hafi sjóðurinn sagt upp samkomulaginu einhliða með því að standa ekki við sinn hluta. Greiðslur sem áttu að berast frá sjóðnum hafa ekki gert það og engar formlegar skýringar hafa borist á því. 22.10.2009 07:24