Erlent

Stóraðgerð gegn dönskum Vítisenglum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AFP

Lögreglan í Kaupmannahöfn lét til skarar skríða gegn vélhjólasamtökunum Vítisenglum í gærkvöldi og réðist til inngöngu í 18 íverustaði samtakanna, hvort tveggja samkomuhús og heimili einstakra félaga. Var aðgerðin til komin vegna gruns lögreglu um að stórfelld hefndaraðgerð Vítisengla væri í bígerð eftir að skotárás var gerð á Brian Sandberg, einn hæst setta félaga samtakanna, á sushi-veitingastað í Hellerup nú í vikunni. Töluvert af vopnum og fíkniefnum var gert upptækt í aðgerðinni í gær og 32 handteknir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×