Innlent

Risinn á fundi með blaðamönnum

Sultan á Hótel Loftleiðum í dag, en hann er litlir 2,46 metrar á hæð.
Sultan á Hótel Loftleiðum í dag, en hann er litlir 2,46 metrar á hæð. Mynd/Pjetur
Hæsti maður heims Sultan Kösen fundaði með blaðamönnum á Hótel Loftleiðum í dag, en hann er litlir 2,46 metrar á hæð.

Sultan kom hingað til lands í gærkvöldi ásamt bróður sínum og túlki, því hann skilur ekki stakt orð í ensku. Það er Forlagið sem stendur að komu risans hingað til lands í samstarfi við Hagkaup og Smáralind, en útgáfan gefur út Heimsmetabók Guiness.

Íslendingum gefst síðan kostur á að hitta Sultan í Smáralindinni á á morgun þar sem hann mun árita nýútkomna Heimsmetabók Guiness með fingrafari.


Tengdar fréttir

Hæsti maður heims á leið til Íslands

Von er á hæsta manni heims, Sultan Kosen, hingað til lands í lok næstu viku í tilefni af útkomu á nýjustu heimsmetabók Guinnes. Sultan var útnefndur hæsti maður heims fyrir skömmu en hann er rétt tæpir tveir og hálfur metrar á hæð. Sultan er frá Tyrklandi.

Múslimar verja Noregskonung

Haraldur Noregskonungur hefur fengið bágt fyrir orð sem hann lét falla þegar hann heimsótti bænahús múslima í Osló í gær.

Risinn lendir eftir tvo tíma

Hæsti maður heims Sultan Kösen mun lenda á Íslandi eftir tæpa tvo tíma en hann er litlir 2,46 metrar á hæð. Hann er ekki bara hæstur, heldur er hann einnig með stærstu lófa og stærsta fót í heimi. Hann fær sér tyrkneska súpu annað kvöld og heilsar síðan upp á Loga í beinni. Íslendingum gefst síðan kostur á að hitta Sultan í Smáralindinni á laugardaginn, þar sem hann mun árita nýútkomna Heimsmetabók Guiness með fingrafari.

Smíða stól fyrir hæsta mann heims

„Þeir frá Hótel Loftleiðum höfðu samband á þriðjudag og voru í miklu veseni, því þeir áttu engan stól fyrir karlinn að sitja á. Við fengum þess vegna 48 klukkutíma til að smíða stólinn, og erum dálítið að giska okkur áfram með þetta. Það verður spennandi að sjá hver útkoman verður," segir Erlendur Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá GÁ Húsgögnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×