Erlent

Sjö látnir eftir sprengingu í Pakistan

Pakistanskur lögreglumaður á verði.
Pakistanskur lögreglumaður á verði.

Sjö eru látnir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í norðvesturhluta Pakistans í morgun. Árásin var gerð við völl pakistanska flughersins og eru tveir hermenn á meðal hinna látnu, hinir eru almennir borgarar að sögn yfirvalda. Sprengjumaðurinn kom að varðhliði við flugvöllinn á reiðhjóli og sprengdi sig í loft upp þegar hann var stöðvaður af varðmönnum. Þrettán slösuðust í árásinni.

Rétt fyrir fréttir var síðan tilkynnt um aðra sprengjuárás í Pakistan, í þetta skiptið í borginni Peshawar. Þar virðist hafa verið um bílsprengju að ræða sem sprakk á bílastæði fyrir framan vinsælan veitingastað. Engar nánari frégnir hafa borist af mannfalli í þeirri árás. Árásir af þessu tagi hafa verið mjög tíðar í Pakistan undanfarið og í október mánuði einum hafa að minnsta kosti 180 manns látið lífið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×