Innlent

Tvö innbrot og ofsaakstur

Tilkynnt var um tvö innbrot á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þjófar brutu sér leið inn í hljóðfæraverslun í austuborginni að sögn lögreglu. Þeir höfðu á brott með sér eitthvað af hljóðfærum en ekki er ljóst á þessari stundu hve mikið var tekið.

Þá var brotist inn á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur í nótt og hafði þjófurinn eitthvað af peningum upp úr krafsinu. Bæði málin eru í rannsókn.

Lögregla stöðvaði einnig ofsaakstur ökumanns á fjórða tímanum í nótt. Sá var tekinn fyrir að aka á 165 kílómetra hraða í Ártúnsbrekkunni þar sem hámarkshraði er áttatíu kílómetrar á klukkustund. Hann má búast við hárri sekt og sviptingu ökuréttinda.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×