Innlent

Þyrla sótti fótbrotinn sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöldi til þess að sækja sjómann sem hafði fótbbrotnað um borð í bát sem staddur var um 90 mílur vestur af Bjargtöngum. Veður og sjólag voru var með versta móti á svæðinu og því var ekki unnt að hífa manninn um borð í þyrluna eins og ráð hafði verið fyrir gert.

Þá var brugðið á það ráð að sigla bátnum nær landi. Þyrlan flaug inn á Rif þar sem tekið var eldsneyti og beðið eftir að báturinn kæmist á lygnari sjó. Þá fór hún aftur á loft og sótti manninn sem mun hafa verið í ágætu ásigkomulagi fyrir utan fótbrotið. Þyrlan lenti með hann í Reykjavík um klukkan hálf sjö í morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×