Innlent

Kröfur AGS aðför að velferðarþjóðfélaginu

Frá 42. þingi BSRB.
Frá 42. þingi BSRB. Mynd/GVA
BSRB krefst þess að skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir lánveitingum verði endurskoðuð. Kröfur sjóðsins séu aðför að velferðarþjóðfélaginu. Ályktun þess efnis var samþykkt á 42. þingi bandalagsins í dag.

„BSRB mótmælir kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) þess efnis að skilyrði fyrir lánveitingum sjóðsins sé að jafnvægi verði náð í ríkisfjármálum á næstu þremur árum. Telur bandalagið kröfuna aðför að almannaþjónustunni og velferðarþjóðfélaginu.“

Bandalagið telur að óbætanlegt tjón muni hljótast af niðurskurði velferðarsamfélagsins. BSRB krefst þess að skilyrðin verði endurskoðuð og ekki gengið svo hart fram að skaði hljótist af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×