Innlent

Braust inn í barnaskóla og stal áfengi

Þjófur.
Þjófur.

Rétt rúmlega tvítugur maður var dæmdur í átta mánaða fangelsi óskilorðsbundið í Héraðsdómi Suðurlands fyrir innbrot og fíkniefnabrot. Maðurinn hefur margsinnis komist í kast við lögin og var síðast dæmdur í rúmlega árs fangelsi árið 2007.

Nú var hann dæmdur meðal annars fyrir nytjastuld, innbrot á veitingastað þar sem hann stal áfengi auk þess sem hann braust inn í barnaskóla.

Þá fannst einnig lítilræði af amfetamíni á honum þegar hann var handtekinn í heimahúsi í Þorlákshöfn.

Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 26. september og dregst það frá átta mánaða fangelsisdómnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×