Innlent

Umhverfisáhrif verði metin sameiginlega

Mynd/Valgarður Gíslason

Meirihlutinn í bæjarráði Grindavíkur vill að umhverfisáhrif orkuöflunar og orkuflutninga á Reykjanesskaga verði metin sameiginlega. Meirihlutinn bókaði þetta á fundi sínum í fyrradag.

Umhverfisráðherra felldi á dögunum úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar um að ekki skildi fara fram sameiginlegt umhverfismat vegna framkvæmda á þessu sama svæði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarráðinu í Grindavík taka ekki undir bókun meirihlutans um málið.

Sagt var í hádegisfréttum Bylgjunnar að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefði tekið undir bókun meirihlutans. Þetta er rangt. Orðið „ekki“ vantaði í fréttina. Beðist er velvirðingar á þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×