Innlent

Þrefalt fleiri hringingar á Læknavaktina vegna svínaflensu

Hjúkrunarfræðingarnir Hjördís Jóhannesdóttir t.v. af bráðavakt Landspítala og Steinunn Halldórsdóttir frá Læknavaktinni svöruðu í síma í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð í gærkvöld.
Hjúkrunarfræðingarnir Hjördís Jóhannesdóttir t.v. af bráðavakt Landspítala og Steinunn Halldórsdóttir frá Læknavaktinni svöruðu í síma í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð í gærkvöld.
Fjölgað hefur verið hjúkrunarfræðingum sem svara í síma Læknavaktarinnar, númer 1770, á kvöldin og um helgar vegna aukins álags sem rekja má til inflúensufaraldursins. Hringingar á Læknavaktina eru að jafnaði tvöfalt til þrefalt fleiri nú en áður. Komið hefur fyrir að Íslendingar, búsettir í útlöndum, hringi í Læknavaktina og leiti ráða vegna inflúensufaraldurs eða af öðru tilefni.

Fram kemur í tilkynningu að einn hjúkrunarfræðingur var að jafnaði áður á símavaktinni hverju sinni en nú eru fjórir hjúkrunarfræðingar þar samtímis að svara símum á kvöldin og um helgar, þar af tveir í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð 14 sem virkjuð var til að takast á við verkefnið. Hjúkrunarfræðingar frá Læknavaktinni og Landspítala sitja fyrir svörum og enn verður fjölgað í hópi þeirra ef þörf krefur.

Hringingar á Læknavaktina eru núna að jafnaði tvöfalt til þrefalt fleiri en áður og má rekja aukninguna til inflúensunnar. Þannig hringdu að jafnaði 80 til 90 á kvöldi á virkum dögum áður en inflúensufaraldurinn hófst en á bilinu 150 til 270 á sólarhring nú. Þá hringdu áður um og yfir 200 á sólarhring um helgar en hátt í 400 á sólarhring nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×