Innlent

Hnífi beitt í átökum í Kópavogi

MYND/GVA
Til átaka kom á milli tveggja manna í Kópavogi í gærkvöldi og beitti annar maðurinn hnífi. Sá sem fyrir árásinni varð lá sár eftir en meiðsli hans eru ekki alvarleg. Hinn særði náði hnífnum af árásarmannum og var sá síðarnefndi handtekinn þegar lögreglu bar að garði og gistir hann fangageymslur. Ekki er ljóst hvað olli deilum mannanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×