Innlent

Sló afgreiðslukonu í Krónunni kinnhest

Krónan. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Krónan. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.

Kona sló afgreiðslukonu í Krónunni á Reyðarfirði kinnhest í mars síðastliðnum. Konan kom æst inn í verslunina og sakaði afgreiðslukonuna um að hafa gengið í skrokk á sér á Kaffi Kósý kvöldið áður. Svo spurði hún hvort það hafi verið vegna þess að hún væri svört.

Afgreiðslukonan neitaði þessu sem og að hafa verið á veitingastaðnum. Við það sló konan hana kinnhest.

Málið var kært til lögreglunnar en öryggismyndavélar náðu atvikinu á mynd. Konan játaði sök. Héraðsdómur Austurlands dæmdi hana til þess að greiða 30 þúsund krónur í sekt auk málskostnaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×