Innlent

Ákærður fyrir stórfellda líkamsárás

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Tæplega tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás þegar hann á að hafa slegið mann í andlitið í júní síðastliðnum. Meint árás á að hafa átt sér stað á Raufarhöfn.

Maðurinn skaðaðist varanlega á auganu vegna hnefahöggs. Hinn ákærði tók sér frest til þess að taka afstöðu til ákærunnar en meint fórnalamb mannsins krefst rúmlega fjögurra milljón króna í skaðabætur vegna árásarinnar.

Málið var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir umferðalagabrot og að hafa ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna, það er að segja amfetamíns. Þær ákærur voru í þremur liðum og játaði hann þau brot skýlaust






Fleiri fréttir

Sjá meira


×