Innlent

Tveir til viðbótar á gjörgæslu vegna svínaflensu

MYND/GVA

Átta manns voru lagðir inn á Landspítalann vegna svínaflensu í gærkvöldi og í nótt þar af tveir á gjörgæslu. Á bilinu 30-40 liggja nú á spítalanum vegna flensunnar. Þá dvelja þrír á heilbrigðisstofnun Suðurnesja og fjórir á sjúkrahúsinu á Akureyri, þar af einn á gjörgæslu.

Einn hefur verið lagður inn á sjúkrahúsið á Blönduósi. Bólusetning er nú þegar hafin í áhættuhópum á ákveðnum stöðum. Sóttvarnarlæknir segir brýnt að fólk haldi sig heima ef það finni fyrir flensulíkum einkennum.

Samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, að keyptar yrðu tvær lungnavélar á Landspítalann. Kostnaður mun vera á þriðja tug milljóna króna, en þetta þykir nauðsynlegt vegna flensunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×