Erlent

Heathrow versti flugvöllur heims - aftur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Heathrow.
Heathrow.

Heathrow-flugvöllurinn í London vermir toppsætið á lista yfir verstu flugvelli heims annað árið í röð.

Það voru 14.500 tíðir flugfarþegar sem tóku þátt í skoðanakönnun Priority Pass um gæði flugvalla heimsins og voru þeir sem til þekktu tiltölulega sammála um að með Heathrow væri botninum náð. „Því miður virðist þetta vera sá flugvöllur sem heimurinn elskar að hata," sagði talsmaður Priority Pass um niðurstöðuna en fyrirtækið rekur svonefndar betri stofur á flugvöllum um heim allan.

Í kjölfar Heathrow fylgdu de Gaulle-flugvöllurinn í París og flugvöllurinn í Los Angeles sem þó er nýbúið að taka í gegn fyrir milljarð dollara. Niðurstaða Priority Pass er því sú að örugg leið fyrir bresk pör, sem ætla í rómantíska ferð til Parísar, til að eyðileggja stemmninguna sé að fljúga frá Heathrow til de Gaulle.

Changi-flugvöllurinn í Singapore var hins vegar kosinn besti flugvöllurinn annað árið í röð og Chek Lap Kok-flugvöllurinn í Hong Kong komst í annað sætið, varla út á nafnið þó. Schiphol-flugvöllurinn í Amsterdam þykir hins vegar besti flugvöllur Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×