Fleiri fréttir

Vísað frá hálftómum þingpöllum

Sturla Jónsson, vörubílstjóri og mótmælandi segir að búið sé að loka þingpöllum fyrir gestum þrátt fyrir að nóg pláss sé á pöllunum. Hann segist hafa ætlað ásamt nokkrum félögum sínum að hlýða á umræðurnar um vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni en að þingverðir hafi svarað því til að fullt væri á pöllunum. Það stenst hins vegar ekki því samkvæmt heimildum Vísis er nóg pláss á pöllunum og aðeins um tíu áhorfendur þar inni núna.

Sex mánaða dómur fyrir árás með glerflösku

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa slegið annan mann í andlitið með glerflösku þannig að hann hlaut 3,5 sentímetra skurð upp af hægri augubrún.

Nokkur hundruð manns mótmæla á Ingólfstorgi

Talið er að nokkur hundruð manns séu saman komin á útifundi sem BSRB, Félag eldri borgara í Reykjavík, Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands standa fyrir á Ingólfstorgi.

Björgvin og Darling ræddu aðallega um Icesave á fundi sínum

Meginefni fundar Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra og Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, þann 2. september var að að æskilegt væri að færa Icesave-innstæðureikninga Landsbankans í London í breskt dótturfélag.

Fá ekki launahækkun vegna vinnu við hættuleg efni

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu fjögurra starfsmanna á veirudeild Landspítlans um eins launaflokks hækkun samkvæmt kjarasamningi vegna vinnu þeirra með hreinræktuð smitefni og eiturefni.

Samviskulaus morðingi látinn laus

Dómstóll í Þýskalandi hefur úrskurðað að einn af leiðtogum Baader-Meinhof hryðjuverkasamtakanna skuli frá reynslulausn úr fangelsi í janúar næstkomandi.

Þingmenn úr öllum flokkum mæta á borgarafundinn

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra er sú eina úr ráðherraliði ríkisstjórnarinnar sem hefur boðað komu sína á opinn borgarafund í Háskólabíó í kvöld. Að sögn Davíðs A. Stefánssonar bókmentnafræðings sem stendur að fundinum hafa nokkrir þingmenn boðað komu sína.

Skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárkúgun

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að kúga samtals 130 þúsund krónur út úr þremur mönnum.

Látt´ekki svona Angela

Engin sátt er á milli stórveldanna í Evrópusambandinu um hvernig leysa skuli efnahagskreppuna.

Þjóðin á rétt á því að kjósa

Ríkisstjórnin er rúin trausti og þess vegna á hún að segja af sér. Þetta sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, við umræður um vantrauststillögu á ríkisstjórnina á Alþingi i dag.

Geitfjársetur og dýrasælgætisfyrirtæki fá styrki

Geitfjársetur, fyrirtæki sem framleiðir dýrasælgæti og annað sem sinnir fjölbreytilegri heimaþjónustu við aldraða, fatlaða og langveika eru meðal þeirra tíu fyrirtækja sem hlutu tveggja milljóna króna styrk frá fjármálaráðuneytinu í dag.

Utanríkisráðherra: Ekki tími til að standa í kosningabaráttu

Það varð kerfishrun í íslensku samfélagi með hruni bankanna. Verkefnið sem við stöndum andspænis er að byggja þetta samfélag upp aftur, en ekki að standa í kosningabaráttu. Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í umræðum um vantrauststillögu á ríkisstjórnina.

Dullarfulla píanóið

Lögreglan í Harwich í Massachusetts er gersamlega gáttuð á píanói sem fannst í miðjum skógi fyrir utan bæinn. Það var kona í gönguferð sem fann gripinn.

Valgerður sakar Geir um forystuleysi

Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins, segir að með því að taka fremur mark á bankastjórum viðskiptabankanna en seðlabankastjóra hafi Geir H. Haarde forsætisráðherra í raun verið að segja að hann bæri ekki traust til seðlabankastjóra og ætti að láta hann fara.

Telja sig hafa fundið norsk-íslenska vorgotssíld fyrir vestan

,,Okkur þykja þetta stórmerkileg tíðindi og það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr rannsóknum Hafrannsóknastofnunar á þessari síld," segir Lárus Grímsson, skipstjóri á Lundey NS, en hann og áhöfn hans fengu fyrir helgina góðan síldarafla inni á Jökulfjörðum í norðanverðu Ísafjarðardjúpi.

Sonur Kauphallarstjóra handtekinn vegna gruns um peningaþvætti

Friðjón Þórðarson forstöðumaður verðbréfamiðlunar hjá verðbréfafyrirtækinu Virðingu hf. var handtekinn í gær vegna gruns um stófelld auðgunarbrot og brot á lögum um peningaþvætti. Ákvörðun um hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir honum verður tekin síðar í dag.

Liz McCartney hetja ársins hjá CNN

Liz McCartney hefur verið kosin hetja ársins 2008 af bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN. Nafnbótina hlýtur hún fyrir ósérhlífni sína og aðstoð við fórnarlömb fellibylsins Katrínar sem gekk yfir Mississippi, Louisiana og fleiri ríki Bandaríkjanna í ágúst árið 2005.

Stálu áfengisflöskum af veitingastað

Lögreglan á Selfoss hafði í síðustu viku afskipti af pari vegna gruns um að það hafi brotist inn í veitingastaðinn Hafið bláa við Óseyri.

Mokaði fjölskylduföður í burtu

Fjölskyldufaðir í norska bænum Svolvær hefur kært ökumann snjómokstursgröfu fyrir að hafa skóflað sér af veginum á dögunum.

Rændu Burger King vopnaðir leikfangabyssu og priki

Tveir grímuklæddir ræningjar réðust inn á Burger King veitingastað við hraðbrautina inn í Fredericia í Danmörku í nótt. Annar ræningjanna var vopnaður byssu en hinn ógnaði afgreiðslufólki með priki.

Birkir sækist eftir varaformannsembætti í Framsókn

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst bjóða sig fram til embættis varaformanns flokksins á komandi flokksþingi sem verður í janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Birki til fjölmiðla.

Rjúpnastofninn að stækka

„Það er greinilega meira af rjúpu á flestum stöðum á landinu," segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands.

Vilja jafnræði milli íslenskra og hollenskra innistæðueigenda

Þeir Hollendingar sem áttu yfir hundrað þúsund evrur á Icesave-reikningum Landsbankans þar í landi hafa sent íslenskum þingmönnum opið bréf þar sem farið er fram á að allir fjármunir þeirra verði tryggðir líkt og hjá Íslendingum í íslenskum bönkum.

Telur aðra betri í formannsstólinn

„Ég hefði áhuga á að leiða flokkinn ef ég væri sannfærð um að ég sé best til þess fallin. Ég er alls ekki sannfærð um það í dag."

Sjá næstu 50 fréttir