Innlent

Rjúpnastofninn að stækka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands.
Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands.

„Það er greinilega meira af rjúpu á flestum stöðum á landinu," segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands. Hann segir engann vafa leika á því að rjúpnastofnin sé að stækka. Veiðin hafi gengið mun betur í ár en í fyrra þó að veðrið hafi verið hagstætt fuglinum í ár, með hlýindum og sunnan- og vestanáttum. „Það þýðir bara að menn verði að leggja meira á sig, sem er af hinu góða," segir Sigmar.

Sigmar segir að verulega hafi dregið úr veiðum á rjúpu og segist vonast til þess að það verði til þess að hægt verði að byggja upp stofninn. „Við erum búnir að stytta tímann gríðarlega mikið. Við vorum að veiða í um tvo mánuði hér áður en nú erum við komin niður í 16 daga. Við vorum að veiða um 150 þúsund fugla en nú erum við að veiða á milli 35 og 40 þúsund rjúpur," segir Sigmar.

Rjúpnaveiðimenn hafa sex daga til stefnu því að veiðitímabilinu lýkur þann 30. nóvember næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×