Erlent

Tölvuþrjótar hafa aðgang að 700 milljörðum á Netinu

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/E.Ól

Talið er að tölvuþrjótar sem stela upplýsingum um greiðslukort og bankareikninga á Netinu hafi aðgang að fimm milljörðum dollara, um 700 milljörðum króna, með svikum sínum.

Þetta er mat fyrirtækisins Symantech sem rannsakað hefur kortasvik á Netinu. Upphæðina fær fyrirtækið með því að margfalda þá meðalupphæð sem stolið er af greiðslukortum með þeim fjölda korta sem boðin eru til sölu.

Algengt er að kortanúmer gangi kaupum og sölum í neðjanjarðarhagkerfi Netsins en þar eru einnig seldar ýmsar aðrar bankaupplýsingar. Symantech bendir á en þjófnaður á Netinu sé orðinn mjög háþróaður og viðskipti með bankaupplýsingar fari fram á lokuðum spjallsíðum tölvuþrjóta. Eru rússneskar og austurevrópskar glæpaklíkur sagðar í hópi þeirra best skipulögðu þegar kemur að netglæpum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×