Fleiri fréttir

Eldur í bíl í Hafnarfirði

Eldur kviknaði í mannlausum bíl í nótt þar sem hann stóð fyrir utan atvinnuhús við Rauðhellu í Hafnarfirði.

Innbrotsþjófar á ferð í nótt

Lögreglan gómaði tvo þjófa á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Annar hafði bortist inn í bíl í austurborginni og var með þýfi á sér þegar hann náðist.

Ástandið í þjóðfélaginu kallar á vantrauststillögu

,,Ég tel að full ástæða hafi verið að koma fram með þessa tillögu og láta reyna á hana," segir Valgerður Sverrirsdóttir formaður Framsóknarflokksins um vantrauststillögu formanna stjórnarndstöðuflokkanna sem verður tekin fyrir á Alþingi á morgun.

Segir ESB-ríkin hafa samúð með Íslendingum

Olli Rehn, stækkunarmálastjóri Evrópusambandsins, segir ESB-ríkin hafa samúð með Íslendingum en einnig trú á möguleikum lands og þjóðar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Segir breytingar á vinstrivængnum orsaka fylgishrunið

Jón Sigurðsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, telur mun djúpstæðari ástæður liggja á bak við fylgishrun flokksins undanfarin ár heldur en Íraksmálið, einkavæðing bankanna eða fjölmiðlamálið.

Samfylkingarfólk skorar á heilbrigðisráðherra

Stjórn Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ getur ekki fallist á sparnaðarhugmyndir heibrigðisráðuneytisins sem reikna með lokun skurðstofa á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og telur sparnaðarhugmyndirnar aðför að því velferðarkerfi sem áratugi hefur tekið að byggja upp.

Demókratar vilja nýjan neyðarpakka

Demókratar á Bandaríkjaþingi segja þörf á mörg hundruð milljarða dala neyðarpakka til að rétta af efnahag Bandaríkjanna. Einn slíkur verði tilbúinn þegar Barack Obama taki við sem Bandaríkjaforseti í janúar og fái þá stuðning demókrata á þingi.

Lög brotin þegar Haukur var handtekinn

Lög voru brotin þegar Haukur Hilmarsson var handtekinn á föstudag. Fjöldi fólks mótmælti handtöku hans í gær en í dag viðurkenndu yfirvöld að mistök voru gerð í málinu.

Leita að lofsteini

Yfirvöld í Alberta í Kanada leita logandi ljósi að brotum úr loftsteini sem virðist hafa skolllið til jarðar þar. Þessi upptaka úr eftirlitsmyndavél í lögreglubíl sýnir bjart og blindandi ljós á himni þegar loftsteinninn er talinn hafa skollið til jarðar. Enn hafa engin brot fundist.

Staða þingmanna misjöfn

Þeir sextíu og þrír einstaklingar sem sitja á Alþingi skulda að meðaltali rétt rúmar nítján milljónir í húsum sínum. Fjórir þingmenn skulda ekki neitt en þeir sem mest skulda eru með rúmar fimmtíu milljónir áhvílandi á íbúðum sínum.

Styttist í endalok valdaklíkunar í Kreml

Gary Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, telur styttast í endalok og fall valdaklíkunnar í Kreml sem leidd sé af Vlaidimar Pútín forsætisráðherra landsins.

Óttast afleiðingar fjármálakreppunnar á velferðarkerfið

Yfirstandandi efnahagsþrengingar og fall bankanna á síst af öllu að bitna á þeim sem þurfa hvað mest að nýta velferðarkerfið og öryggisnetið, að mati Gerðar A. Árnadóttur læknis og formanns Landssamtakanna Þroskahjálpar.

Skotum hleypt af nærri forsetum Póllands og Georgíu

Rússneskir hermenn í varðstöð nærri Suður-Osettíu eru sagðir hafa hleypt af byssum sínum þegar bílalest með forseta Póllands og Georgíu fór um. Þetta hefur AP-fréttastofnan eftir heimildum sínum.

Stjórnvöld njóta aðstoðar erlendra aðila

,,Það koma margir að þessari vinnu," segir Ásmundur Stefánsson, ráðgjafi stjórnvalda, aðspurður um aðkomu erlendra fyrirtækja að björgunaraðgerðum stjórnvalda í framhaldi á falli bankanna.

Útilokar ekki endurkomu Davíðs

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálaprófessor, útilokar ekki endurkomu Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra, á vettvang stjórnmálanna. Hannes var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag.

Afsagnar forsætisráðherra Tælands krafist

Boðað hefur verið til fjöldamótmæla í Bangkok höfuðborgar Tælands í kvöld þar sem þess er krafist að Somchai Wongsawat láti af embætti forsætisráðherra og ný ríkisstjórn verði mynduð.

Heiðurinn að veði - Viðtal við Guðjón Friðriksson

Fyrr í vikunni kom út bókin Saga af forseta, sem fjallar um forsetaferil Ólafs Ragnars Grímssonar. Höfundur er Guðjón Friðriksson sagnfræðingur. Í samtali við Bergstein Sigurðsson ræðir Guðjón um tilurð bókarinnar og tilgang hennar.

,,Ég held ég hafi aldrei á ævinni verið jafn reið"

Móðir 16 ára stúlku sem fékk piparúða yfir sig í anddyri lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu í gær er allt annað en sátt með aðgerðir lögreglu. ,,Ég held ég hafi aldrei á ævinni verið jafn reið," segir Anna Helgadóttir en dóttir hennar komst við illan leik út úr lögreglustöðinni. Í framhaldinu leituðu mæðgurnar aðstoðar á slysadeild.

Mikill meirihluti telur að álver hafi jákvæð áhrif á efnahagslífið

Rúmlega 78 prósent landsmanna telja að álver hafi frekar eða mjög jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Rúmlega átta prósent telja áhrifin frekar eða mjög neikvæð. Þetta kemur fram í niðurstöðum landskönnunar sem Capacent Gallup gerði nýlega fyrir Alcoa Fjarðaál.

Abbas útilokar ekki kosningar

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segir koma til greina að boða til þing- og forestakosninga á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna takist Fatah-hreyfingu hans ekki að ná sáttum og samningu um samstarf við Hamas-samtökin fyrir lok árs.

Páfagarður fyrirgefur John Lennon

Páfagarður hefur fyrirgefið Bítlinum John Lennon rúmlega fjörutíu ára gömul ummæli um að hljómsveit hans væri frægari en Jesús Kristur.

Segolene Royal vill endurtalningu

Segolene Royal hefur farið fram á að atkvæði í leiðtogakjöri franska Sósíalistaflokksina á föstudaginn verði talin aftur. Royal tapaði naumlega fyrir Martine Aubry, borgarstjóra í Lille, en aðeins munaði fjörutíu og tveimur atkvæðum.

Ríkið skuldar 45 milljónir fyrir rekstur björgunarskipa

Ríkisvaldið skuldar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg 45 milljónir fyrir rekstur á 14 björgunarskipum. Frekari dráttur á greiðslum mun hafa alvarlegar afleiðingar og hugsanlega leiða til rekstrarstöðvunar skipanna.

Segja sjórán í andstöðu við múslimatrú

Vopnaðar sveitir uppreisnarmanna Íslamista í Sómalíu hótuðu í morgun að ráðast um borð í olíuflutningaskip sem sjóræningar rændu í síðustu viku og liggur nú fyrir akkeri undan strönd Sómalíu. Sirius Star er þrjú hundruð þúsund tonna olíuskip sem var að flytja olíu frá Sádí Arabíu til Bandaríkjanna.

Valdaránstilraun í Gíneu-Bissá

Tilraun til valdaráns var gerð í Vestur-Afríkuríkinu Gíneu-Bissá í morgun. Hermenn skutu á heimili forsetans, Jóaó Bernardo Vieira, og kom þá til skotbardaga sem stóð í nokkrar klukkustundir. Tveir lágu í valnum þegar bardaga var lokið. Forsetinn mun hafa sloppið ómeiddur.

Varað við hálku

Vegagerðin varar við hálku og hálkublettum víðsvegar um landið. Á Austurlandi er þæfingsfærð á Möðrudalsöræfum og stendur mokstur yfir. Þá er hálka og snjóþekja á Vopnafjarðarheiði.

Ekið á mann á Hverfisgötu í nótt

Ekið var á gangandi vegfaranda á Hverfisgötu um klukkan tuttugu mínútur í fjögur í nótt. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild og er talinn lærbrotinn. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifjum eiturlyfja.

Íslenskur níðingur dæmdur í Noregi

Íslenskur vörubílstjóri gerði tilraun til að nauðga tíu ára gamalli stúlku í Stavangri. Fyrir það var hann dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi. Hann hafði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot hér á landi fyrir þrjátíu árum.

Út með Hauk - Inn með Geir

Fimm hundruð manns söfnuðust frammi fyrir lögreglustöðinni í Reykjavík í gær og kröfðust þess að Haukur Hilmarsson yrði látinn laus.

Boðaði byltingu við fögnuð

Mótmælandinn Haukur Hilmarsson boðaði í gær „algjöra, almenna og tafarlausa byltingu“ eftir að honum var sleppt úr fangelsi um sexleytið í gærkvöldi.

Hyggst bjarga og skapa 2,5 milljónir starfa á næstu tveimur árum

Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, hyggst bjarga og búa til 2,5 milljónir starfa á næstum tveimur árum með því að ráðast í endurbætur á skólum og brúm ásamt því að styðja vel við þróun nýrra orkugjafa og umhverfisvænni bíla. Þessum áformum lýsti Obama í vikulegu útvarpsávarpi á vegum Demókrataflokksins í dag.

Þjóðverjar lána Íslendingum 50 milljarða vegna Kaupþings

Þjóðverjar munu lána Íslendingum 306 milljónir evra, jafnvirði um 50 milljarða króna, til þess að tryggja innistæðueigendum hjá Kaupthing Edge í Þýskalandi fjármuni sína. Þeir hafa verið fastir inni í Kaupþingi eftir yfirtöku íslenska ríkisins á bankanum.

Leiðtoga Talibana boðið hæli í Sádi-Arabíu

Abdullah konungur í Sádi-Arabíu hefur boðið Mullah Mohammad Omar, leiðtoga Talibana í Afganistan, pólitískt hæli að þýska vikuritið Der Spiegel fullyrðir. Talsmaður utanríkisráðuneytis Sáda neitar alfarið að eitthvað sé til fréttinni.

Segir lögreglu hafa beitt lágmarks valdbeitingu

,,Varnarúðinn var það eina sem við beittum. Það var tekist á þetta verkefni með algjöri lágmarks valdbeitingu," sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um atburði dagsins.

Obama heldur áfram að velja innanbúðarfólk

Barack Obama tilvonandi Bandaríkjaforseti heldur áfram að velja fólk í lykilstöður. Hvort heldur í ríkisstjórn sína eða sem nánustu samstarfsmenn í Hvíta húsinu.

Þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar standi við stóru orðin

Formaður Frjálslynda flokksins segir að farið hafi verið á bakvið fólkið í landinu og Alþingi og því beri að kjósa sem fyrst. Hann og formaður Vinstri grænna segja að við atkvæðagreiðslu um vantraust á ríkisstjórnina reyni á samvisku þeirra þingmanna og ráðherra Samfylkingarinnar sem styðja að gengið verði til kosninga.

Felldur grunaðan breskan hryðjuverkamann í Pakistan

Breskur karlmaður, sem grunaður er um að vera höfuðpaurinn á bak við áform hryðjuverkamanna um að sprengja í loft upp flugvélar árið 2006, var felldur í gær í loftárás Bandaríkjamanna á stað í Norður-Waziristan í Pakistan.

Sjá næstu 50 fréttir