Fleiri fréttir Eldur í bíl í Hafnarfirði Eldur kviknaði í mannlausum bíl í nótt þar sem hann stóð fyrir utan atvinnuhús við Rauðhellu í Hafnarfirði. 24.11.2008 07:10 Innbrotsþjófar á ferð í nótt Lögreglan gómaði tvo þjófa á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Annar hafði bortist inn í bíl í austurborginni og var með þýfi á sér þegar hann náðist. 24.11.2008 07:06 Ástandið í þjóðfélaginu kallar á vantrauststillögu ,,Ég tel að full ástæða hafi verið að koma fram með þessa tillögu og láta reyna á hana," segir Valgerður Sverrirsdóttir formaður Framsóknarflokksins um vantrauststillögu formanna stjórnarndstöðuflokkanna sem verður tekin fyrir á Alþingi á morgun. 23.11.2008 21:00 Segir ESB-ríkin hafa samúð með Íslendingum Olli Rehn, stækkunarmálastjóri Evrópusambandsins, segir ESB-ríkin hafa samúð með Íslendingum en einnig trú á möguleikum lands og þjóðar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 23.11.2008 21:09 Segir breytingar á vinstrivængnum orsaka fylgishrunið Jón Sigurðsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, telur mun djúpstæðari ástæður liggja á bak við fylgishrun flokksins undanfarin ár heldur en Íraksmálið, einkavæðing bankanna eða fjölmiðlamálið. 23.11.2008 20:15 Samfylkingarfólk skorar á heilbrigðisráðherra Stjórn Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ getur ekki fallist á sparnaðarhugmyndir heibrigðisráðuneytisins sem reikna með lokun skurðstofa á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og telur sparnaðarhugmyndirnar aðför að því velferðarkerfi sem áratugi hefur tekið að byggja upp. 23.11.2008 20:15 Demókratar vilja nýjan neyðarpakka Demókratar á Bandaríkjaþingi segja þörf á mörg hundruð milljarða dala neyðarpakka til að rétta af efnahag Bandaríkjanna. Einn slíkur verði tilbúinn þegar Barack Obama taki við sem Bandaríkjaforseti í janúar og fái þá stuðning demókrata á þingi. 23.11.2008 19:30 Lög brotin þegar Haukur var handtekinn Lög voru brotin þegar Haukur Hilmarsson var handtekinn á föstudag. Fjöldi fólks mótmælti handtöku hans í gær en í dag viðurkenndu yfirvöld að mistök voru gerð í málinu. 23.11.2008 19:05 Segja neysluvenjur hafa breyst í kreppuni Íslendingar hafa breytt neysluvenjum sínum í kreppunni. Íslenskar vörur eru vinsælli en áður og gamli mömmumaturinn er aftur kominn í tísku. 23.11.2008 18:54 Leita að lofsteini Yfirvöld í Alberta í Kanada leita logandi ljósi að brotum úr loftsteini sem virðist hafa skolllið til jarðar þar. Þessi upptaka úr eftirlitsmyndavél í lögreglubíl sýnir bjart og blindandi ljós á himni þegar loftsteinninn er talinn hafa skollið til jarðar. Enn hafa engin brot fundist. 23.11.2008 18:46 Staða þingmanna misjöfn Þeir sextíu og þrír einstaklingar sem sitja á Alþingi skulda að meðaltali rétt rúmar nítján milljónir í húsum sínum. Fjórir þingmenn skulda ekki neitt en þeir sem mest skulda eru með rúmar fimmtíu milljónir áhvílandi á íbúðum sínum. 23.11.2008 18:45 Boðuð mótmæli höfðu ekki áhrif á handtöku Hauks Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar leggur áherslu á að handataka Hauks Hilmarssonar hafði ekkert með boðuð mótmæli á Austurvelli í gær að gera. 23.11.2008 17:42 Styttist í endalok valdaklíkunar í Kreml Gary Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, telur styttast í endalok og fall valdaklíkunnar í Kreml sem leidd sé af Vlaidimar Pútín forsætisráðherra landsins. 23.11.2008 17:30 Óttast afleiðingar fjármálakreppunnar á velferðarkerfið Yfirstandandi efnahagsþrengingar og fall bankanna á síst af öllu að bitna á þeim sem þurfa hvað mest að nýta velferðarkerfið og öryggisnetið, að mati Gerðar A. Árnadóttur læknis og formanns Landssamtakanna Þroskahjálpar. 23.11.2008 16:56 Skotum hleypt af nærri forsetum Póllands og Georgíu Rússneskir hermenn í varðstöð nærri Suður-Osettíu eru sagðir hafa hleypt af byssum sínum þegar bílalest með forseta Póllands og Georgíu fór um. Þetta hefur AP-fréttastofnan eftir heimildum sínum. 23.11.2008 16:01 Stjórnvöld njóta aðstoðar erlendra aðila ,,Það koma margir að þessari vinnu," segir Ásmundur Stefánsson, ráðgjafi stjórnvalda, aðspurður um aðkomu erlendra fyrirtækja að björgunaraðgerðum stjórnvalda í framhaldi á falli bankanna. 23.11.2008 15:45 Hlutverk Samfylkingarinnar er að standa vörð um velferðarkerfið Aldrei hefur verið mikilvægara en nú að verja það öfluga lífeyris- og réttindakerfi sem verkalýðshreyfingin hefur byggt upp á undanförnum áratugum, að mati verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar. 23.11.2008 15:29 Útilokar ekki endurkomu Davíðs Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálaprófessor, útilokar ekki endurkomu Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra, á vettvang stjórnmálanna. Hannes var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. 23.11.2008 15:17 Afsagnar forsætisráðherra Tælands krafist Boðað hefur verið til fjöldamótmæla í Bangkok höfuðborgar Tælands í kvöld þar sem þess er krafist að Somchai Wongsawat láti af embætti forsætisráðherra og ný ríkisstjórn verði mynduð. 23.11.2008 14:54 Heiðurinn að veði - Viðtal við Guðjón Friðriksson Fyrr í vikunni kom út bókin Saga af forseta, sem fjallar um forsetaferil Ólafs Ragnars Grímssonar. Höfundur er Guðjón Friðriksson sagnfræðingur. Í samtali við Bergstein Sigurðsson ræðir Guðjón um tilurð bókarinnar og tilgang hennar. 23.11.2008 14:09 ,,Ég held ég hafi aldrei á ævinni verið jafn reið" Móðir 16 ára stúlku sem fékk piparúða yfir sig í anddyri lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu í gær er allt annað en sátt með aðgerðir lögreglu. ,,Ég held ég hafi aldrei á ævinni verið jafn reið," segir Anna Helgadóttir en dóttir hennar komst við illan leik út úr lögreglustöðinni. Í framhaldinu leituðu mæðgurnar aðstoðar á slysadeild. 23.11.2008 14:03 Mikill meirihluti telur að álver hafi jákvæð áhrif á efnahagslífið Rúmlega 78 prósent landsmanna telja að álver hafi frekar eða mjög jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Rúmlega átta prósent telja áhrifin frekar eða mjög neikvæð. Þetta kemur fram í niðurstöðum landskönnunar sem Capacent Gallup gerði nýlega fyrir Alcoa Fjarðaál. 23.11.2008 13:43 Abbas útilokar ekki kosningar Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segir koma til greina að boða til þing- og forestakosninga á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna takist Fatah-hreyfingu hans ekki að ná sáttum og samningu um samstarf við Hamas-samtökin fyrir lok árs. 23.11.2008 12:45 Páfagarður fyrirgefur John Lennon Páfagarður hefur fyrirgefið Bítlinum John Lennon rúmlega fjörutíu ára gömul ummæli um að hljómsveit hans væri frægari en Jesús Kristur. 23.11.2008 12:14 Segolene Royal vill endurtalningu Segolene Royal hefur farið fram á að atkvæði í leiðtogakjöri franska Sósíalistaflokksina á föstudaginn verði talin aftur. Royal tapaði naumlega fyrir Martine Aubry, borgarstjóra í Lille, en aðeins munaði fjörutíu og tveimur atkvæðum. 23.11.2008 12:07 Var ekki handtekinn til að koma í veg fyrir þátttöku í mótmælum Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu vísar því á bug að Haukur Hilmarsson hafi verið handtekinn til þess að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í mótmælaaðgerðum í gær. Hann segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. 23.11.2008 12:06 Ríkið skuldar 45 milljónir fyrir rekstur björgunarskipa Ríkisvaldið skuldar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg 45 milljónir fyrir rekstur á 14 björgunarskipum. Frekari dráttur á greiðslum mun hafa alvarlegar afleiðingar og hugsanlega leiða til rekstrarstöðvunar skipanna. 23.11.2008 11:27 Segja sjórán í andstöðu við múslimatrú Vopnaðar sveitir uppreisnarmanna Íslamista í Sómalíu hótuðu í morgun að ráðast um borð í olíuflutningaskip sem sjóræningar rændu í síðustu viku og liggur nú fyrir akkeri undan strönd Sómalíu. Sirius Star er þrjú hundruð þúsund tonna olíuskip sem var að flytja olíu frá Sádí Arabíu til Bandaríkjanna. 23.11.2008 10:30 Valdaránstilraun í Gíneu-Bissá Tilraun til valdaráns var gerð í Vestur-Afríkuríkinu Gíneu-Bissá í morgun. Hermenn skutu á heimili forsetans, Jóaó Bernardo Vieira, og kom þá til skotbardaga sem stóð í nokkrar klukkustundir. Tveir lágu í valnum þegar bardaga var lokið. Forsetinn mun hafa sloppið ómeiddur. 23.11.2008 10:20 Gefa lítið fyrir skýringu lögreglu á Bónusfánaflaggara Afstaða, félag fanga, segir skýringar lögreglu á handtöku Hauks Hilmarssonar á föstudaginn, sem flaggaði bónusfána á Alþingishúsinu fyrir tveimur vikum, ótrúlegar. 23.11.2008 10:12 Varað við hálku Vegagerðin varar við hálku og hálkublettum víðsvegar um landið. Á Austurlandi er þæfingsfærð á Möðrudalsöræfum og stendur mokstur yfir. Þá er hálka og snjóþekja á Vopnafjarðarheiði. 23.11.2008 09:48 Ekið á mann á Hverfisgötu í nótt Ekið var á gangandi vegfaranda á Hverfisgötu um klukkan tuttugu mínútur í fjögur í nótt. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild og er talinn lærbrotinn. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifjum eiturlyfja. 23.11.2008 09:38 Innrásin í Írak og náið samstarf við Davíð orsök fylgishruns Stuðningur við innrásina í Írak og náið samstarf við Davíð er orsök fylgishruns og erfiðleika Framsóknarflokksins undanfarin ár, að mati Steingríms Hermannssonar fyrrum formanns flokksins. 23.11.2008 09:09 Íslenskur níðingur dæmdur í Noregi Íslenskur vörubílstjóri gerði tilraun til að nauðga tíu ára gamalli stúlku í Stavangri. Fyrir það var hann dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi. Hann hafði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot hér á landi fyrir þrjátíu árum. 23.11.2008 07:45 Út með Hauk - Inn með Geir Fimm hundruð manns söfnuðust frammi fyrir lögreglustöðinni í Reykjavík í gær og kröfðust þess að Haukur Hilmarsson yrði látinn laus. 23.11.2008 06:00 Boðaði byltingu við fögnuð Mótmælandinn Haukur Hilmarsson boðaði í gær „algjöra, almenna og tafarlausa byltingu“ eftir að honum var sleppt úr fangelsi um sexleytið í gærkvöldi. 23.11.2008 05:00 Hyggst bjarga og skapa 2,5 milljónir starfa á næstu tveimur árum Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, hyggst bjarga og búa til 2,5 milljónir starfa á næstum tveimur árum með því að ráðast í endurbætur á skólum og brúm ásamt því að styðja vel við þróun nýrra orkugjafa og umhverfisvænni bíla. Þessum áformum lýsti Obama í vikulegu útvarpsávarpi á vegum Demókrataflokksins í dag. 23.11.2008 01:01 Þjóðverjar lána Íslendingum 50 milljarða vegna Kaupþings Þjóðverjar munu lána Íslendingum 306 milljónir evra, jafnvirði um 50 milljarða króna, til þess að tryggja innistæðueigendum hjá Kaupthing Edge í Þýskalandi fjármuni sína. Þeir hafa verið fastir inni í Kaupþingi eftir yfirtöku íslenska ríkisins á bankanum. 22.11.2008 22:48 Leiðtoga Talibana boðið hæli í Sádi-Arabíu Abdullah konungur í Sádi-Arabíu hefur boðið Mullah Mohammad Omar, leiðtoga Talibana í Afganistan, pólitískt hæli að þýska vikuritið Der Spiegel fullyrðir. Talsmaður utanríkisráðuneytis Sáda neitar alfarið að eitthvað sé til fréttinni. 22.11.2008 22:00 Segir lögreglu hafa beitt lágmarks valdbeitingu ,,Varnarúðinn var það eina sem við beittum. Það var tekist á þetta verkefni með algjöri lágmarks valdbeitingu," sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um atburði dagsins. 22.11.2008 20:00 Obama heldur áfram að velja innanbúðarfólk Barack Obama tilvonandi Bandaríkjaforseti heldur áfram að velja fólk í lykilstöður. Hvort heldur í ríkisstjórn sína eða sem nánustu samstarfsmenn í Hvíta húsinu. 22.11.2008 20:45 Þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar standi við stóru orðin Formaður Frjálslynda flokksins segir að farið hafi verið á bakvið fólkið í landinu og Alþingi og því beri að kjósa sem fyrst. Hann og formaður Vinstri grænna segja að við atkvæðagreiðslu um vantraust á ríkisstjórnina reyni á samvisku þeirra þingmanna og ráðherra Samfylkingarinnar sem styðja að gengið verði til kosninga. 22.11.2008 18:43 Mótmælendur réðust inn á lögreglustöðina við Hlemm Fjölmennur hópur mótmælenda réðst fyrir stundu inn í anddyri lögreglustöðvarinnar við Hlemmi og tók sér stöðu þar. 22.11.2008 16:49 Felldur grunaðan breskan hryðjuverkamann í Pakistan Breskur karlmaður, sem grunaður er um að vera höfuðpaurinn á bak við áform hryðjuverkamanna um að sprengja í loft upp flugvélar árið 2006, var felldur í gær í loftárás Bandaríkjamanna á stað í Norður-Waziristan í Pakistan. 22.11.2008 23:08 Góðar viðtökur við sparafatasöfnun Rauða krossins Rauði krossinn hvatti í dag fólk til að kíkja í skápana og finna spariföt sem ekki eru lengur í notkun en gætu öðlast nýtt líf hjá nýjum eigenda. 22.11.2008 19:22 Sjá næstu 50 fréttir
Eldur í bíl í Hafnarfirði Eldur kviknaði í mannlausum bíl í nótt þar sem hann stóð fyrir utan atvinnuhús við Rauðhellu í Hafnarfirði. 24.11.2008 07:10
Innbrotsþjófar á ferð í nótt Lögreglan gómaði tvo þjófa á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Annar hafði bortist inn í bíl í austurborginni og var með þýfi á sér þegar hann náðist. 24.11.2008 07:06
Ástandið í þjóðfélaginu kallar á vantrauststillögu ,,Ég tel að full ástæða hafi verið að koma fram með þessa tillögu og láta reyna á hana," segir Valgerður Sverrirsdóttir formaður Framsóknarflokksins um vantrauststillögu formanna stjórnarndstöðuflokkanna sem verður tekin fyrir á Alþingi á morgun. 23.11.2008 21:00
Segir ESB-ríkin hafa samúð með Íslendingum Olli Rehn, stækkunarmálastjóri Evrópusambandsins, segir ESB-ríkin hafa samúð með Íslendingum en einnig trú á möguleikum lands og þjóðar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 23.11.2008 21:09
Segir breytingar á vinstrivængnum orsaka fylgishrunið Jón Sigurðsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, telur mun djúpstæðari ástæður liggja á bak við fylgishrun flokksins undanfarin ár heldur en Íraksmálið, einkavæðing bankanna eða fjölmiðlamálið. 23.11.2008 20:15
Samfylkingarfólk skorar á heilbrigðisráðherra Stjórn Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ getur ekki fallist á sparnaðarhugmyndir heibrigðisráðuneytisins sem reikna með lokun skurðstofa á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og telur sparnaðarhugmyndirnar aðför að því velferðarkerfi sem áratugi hefur tekið að byggja upp. 23.11.2008 20:15
Demókratar vilja nýjan neyðarpakka Demókratar á Bandaríkjaþingi segja þörf á mörg hundruð milljarða dala neyðarpakka til að rétta af efnahag Bandaríkjanna. Einn slíkur verði tilbúinn þegar Barack Obama taki við sem Bandaríkjaforseti í janúar og fái þá stuðning demókrata á þingi. 23.11.2008 19:30
Lög brotin þegar Haukur var handtekinn Lög voru brotin þegar Haukur Hilmarsson var handtekinn á föstudag. Fjöldi fólks mótmælti handtöku hans í gær en í dag viðurkenndu yfirvöld að mistök voru gerð í málinu. 23.11.2008 19:05
Segja neysluvenjur hafa breyst í kreppuni Íslendingar hafa breytt neysluvenjum sínum í kreppunni. Íslenskar vörur eru vinsælli en áður og gamli mömmumaturinn er aftur kominn í tísku. 23.11.2008 18:54
Leita að lofsteini Yfirvöld í Alberta í Kanada leita logandi ljósi að brotum úr loftsteini sem virðist hafa skolllið til jarðar þar. Þessi upptaka úr eftirlitsmyndavél í lögreglubíl sýnir bjart og blindandi ljós á himni þegar loftsteinninn er talinn hafa skollið til jarðar. Enn hafa engin brot fundist. 23.11.2008 18:46
Staða þingmanna misjöfn Þeir sextíu og þrír einstaklingar sem sitja á Alþingi skulda að meðaltali rétt rúmar nítján milljónir í húsum sínum. Fjórir þingmenn skulda ekki neitt en þeir sem mest skulda eru með rúmar fimmtíu milljónir áhvílandi á íbúðum sínum. 23.11.2008 18:45
Boðuð mótmæli höfðu ekki áhrif á handtöku Hauks Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar leggur áherslu á að handataka Hauks Hilmarssonar hafði ekkert með boðuð mótmæli á Austurvelli í gær að gera. 23.11.2008 17:42
Styttist í endalok valdaklíkunar í Kreml Gary Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, telur styttast í endalok og fall valdaklíkunnar í Kreml sem leidd sé af Vlaidimar Pútín forsætisráðherra landsins. 23.11.2008 17:30
Óttast afleiðingar fjármálakreppunnar á velferðarkerfið Yfirstandandi efnahagsþrengingar og fall bankanna á síst af öllu að bitna á þeim sem þurfa hvað mest að nýta velferðarkerfið og öryggisnetið, að mati Gerðar A. Árnadóttur læknis og formanns Landssamtakanna Þroskahjálpar. 23.11.2008 16:56
Skotum hleypt af nærri forsetum Póllands og Georgíu Rússneskir hermenn í varðstöð nærri Suður-Osettíu eru sagðir hafa hleypt af byssum sínum þegar bílalest með forseta Póllands og Georgíu fór um. Þetta hefur AP-fréttastofnan eftir heimildum sínum. 23.11.2008 16:01
Stjórnvöld njóta aðstoðar erlendra aðila ,,Það koma margir að þessari vinnu," segir Ásmundur Stefánsson, ráðgjafi stjórnvalda, aðspurður um aðkomu erlendra fyrirtækja að björgunaraðgerðum stjórnvalda í framhaldi á falli bankanna. 23.11.2008 15:45
Hlutverk Samfylkingarinnar er að standa vörð um velferðarkerfið Aldrei hefur verið mikilvægara en nú að verja það öfluga lífeyris- og réttindakerfi sem verkalýðshreyfingin hefur byggt upp á undanförnum áratugum, að mati verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar. 23.11.2008 15:29
Útilokar ekki endurkomu Davíðs Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálaprófessor, útilokar ekki endurkomu Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra, á vettvang stjórnmálanna. Hannes var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. 23.11.2008 15:17
Afsagnar forsætisráðherra Tælands krafist Boðað hefur verið til fjöldamótmæla í Bangkok höfuðborgar Tælands í kvöld þar sem þess er krafist að Somchai Wongsawat láti af embætti forsætisráðherra og ný ríkisstjórn verði mynduð. 23.11.2008 14:54
Heiðurinn að veði - Viðtal við Guðjón Friðriksson Fyrr í vikunni kom út bókin Saga af forseta, sem fjallar um forsetaferil Ólafs Ragnars Grímssonar. Höfundur er Guðjón Friðriksson sagnfræðingur. Í samtali við Bergstein Sigurðsson ræðir Guðjón um tilurð bókarinnar og tilgang hennar. 23.11.2008 14:09
,,Ég held ég hafi aldrei á ævinni verið jafn reið" Móðir 16 ára stúlku sem fékk piparúða yfir sig í anddyri lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu í gær er allt annað en sátt með aðgerðir lögreglu. ,,Ég held ég hafi aldrei á ævinni verið jafn reið," segir Anna Helgadóttir en dóttir hennar komst við illan leik út úr lögreglustöðinni. Í framhaldinu leituðu mæðgurnar aðstoðar á slysadeild. 23.11.2008 14:03
Mikill meirihluti telur að álver hafi jákvæð áhrif á efnahagslífið Rúmlega 78 prósent landsmanna telja að álver hafi frekar eða mjög jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Rúmlega átta prósent telja áhrifin frekar eða mjög neikvæð. Þetta kemur fram í niðurstöðum landskönnunar sem Capacent Gallup gerði nýlega fyrir Alcoa Fjarðaál. 23.11.2008 13:43
Abbas útilokar ekki kosningar Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segir koma til greina að boða til þing- og forestakosninga á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna takist Fatah-hreyfingu hans ekki að ná sáttum og samningu um samstarf við Hamas-samtökin fyrir lok árs. 23.11.2008 12:45
Páfagarður fyrirgefur John Lennon Páfagarður hefur fyrirgefið Bítlinum John Lennon rúmlega fjörutíu ára gömul ummæli um að hljómsveit hans væri frægari en Jesús Kristur. 23.11.2008 12:14
Segolene Royal vill endurtalningu Segolene Royal hefur farið fram á að atkvæði í leiðtogakjöri franska Sósíalistaflokksina á föstudaginn verði talin aftur. Royal tapaði naumlega fyrir Martine Aubry, borgarstjóra í Lille, en aðeins munaði fjörutíu og tveimur atkvæðum. 23.11.2008 12:07
Var ekki handtekinn til að koma í veg fyrir þátttöku í mótmælum Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu vísar því á bug að Haukur Hilmarsson hafi verið handtekinn til þess að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í mótmælaaðgerðum í gær. Hann segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. 23.11.2008 12:06
Ríkið skuldar 45 milljónir fyrir rekstur björgunarskipa Ríkisvaldið skuldar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg 45 milljónir fyrir rekstur á 14 björgunarskipum. Frekari dráttur á greiðslum mun hafa alvarlegar afleiðingar og hugsanlega leiða til rekstrarstöðvunar skipanna. 23.11.2008 11:27
Segja sjórán í andstöðu við múslimatrú Vopnaðar sveitir uppreisnarmanna Íslamista í Sómalíu hótuðu í morgun að ráðast um borð í olíuflutningaskip sem sjóræningar rændu í síðustu viku og liggur nú fyrir akkeri undan strönd Sómalíu. Sirius Star er þrjú hundruð þúsund tonna olíuskip sem var að flytja olíu frá Sádí Arabíu til Bandaríkjanna. 23.11.2008 10:30
Valdaránstilraun í Gíneu-Bissá Tilraun til valdaráns var gerð í Vestur-Afríkuríkinu Gíneu-Bissá í morgun. Hermenn skutu á heimili forsetans, Jóaó Bernardo Vieira, og kom þá til skotbardaga sem stóð í nokkrar klukkustundir. Tveir lágu í valnum þegar bardaga var lokið. Forsetinn mun hafa sloppið ómeiddur. 23.11.2008 10:20
Gefa lítið fyrir skýringu lögreglu á Bónusfánaflaggara Afstaða, félag fanga, segir skýringar lögreglu á handtöku Hauks Hilmarssonar á föstudaginn, sem flaggaði bónusfána á Alþingishúsinu fyrir tveimur vikum, ótrúlegar. 23.11.2008 10:12
Varað við hálku Vegagerðin varar við hálku og hálkublettum víðsvegar um landið. Á Austurlandi er þæfingsfærð á Möðrudalsöræfum og stendur mokstur yfir. Þá er hálka og snjóþekja á Vopnafjarðarheiði. 23.11.2008 09:48
Ekið á mann á Hverfisgötu í nótt Ekið var á gangandi vegfaranda á Hverfisgötu um klukkan tuttugu mínútur í fjögur í nótt. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild og er talinn lærbrotinn. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifjum eiturlyfja. 23.11.2008 09:38
Innrásin í Írak og náið samstarf við Davíð orsök fylgishruns Stuðningur við innrásina í Írak og náið samstarf við Davíð er orsök fylgishruns og erfiðleika Framsóknarflokksins undanfarin ár, að mati Steingríms Hermannssonar fyrrum formanns flokksins. 23.11.2008 09:09
Íslenskur níðingur dæmdur í Noregi Íslenskur vörubílstjóri gerði tilraun til að nauðga tíu ára gamalli stúlku í Stavangri. Fyrir það var hann dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi. Hann hafði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot hér á landi fyrir þrjátíu árum. 23.11.2008 07:45
Út með Hauk - Inn með Geir Fimm hundruð manns söfnuðust frammi fyrir lögreglustöðinni í Reykjavík í gær og kröfðust þess að Haukur Hilmarsson yrði látinn laus. 23.11.2008 06:00
Boðaði byltingu við fögnuð Mótmælandinn Haukur Hilmarsson boðaði í gær „algjöra, almenna og tafarlausa byltingu“ eftir að honum var sleppt úr fangelsi um sexleytið í gærkvöldi. 23.11.2008 05:00
Hyggst bjarga og skapa 2,5 milljónir starfa á næstu tveimur árum Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, hyggst bjarga og búa til 2,5 milljónir starfa á næstum tveimur árum með því að ráðast í endurbætur á skólum og brúm ásamt því að styðja vel við þróun nýrra orkugjafa og umhverfisvænni bíla. Þessum áformum lýsti Obama í vikulegu útvarpsávarpi á vegum Demókrataflokksins í dag. 23.11.2008 01:01
Þjóðverjar lána Íslendingum 50 milljarða vegna Kaupþings Þjóðverjar munu lána Íslendingum 306 milljónir evra, jafnvirði um 50 milljarða króna, til þess að tryggja innistæðueigendum hjá Kaupthing Edge í Þýskalandi fjármuni sína. Þeir hafa verið fastir inni í Kaupþingi eftir yfirtöku íslenska ríkisins á bankanum. 22.11.2008 22:48
Leiðtoga Talibana boðið hæli í Sádi-Arabíu Abdullah konungur í Sádi-Arabíu hefur boðið Mullah Mohammad Omar, leiðtoga Talibana í Afganistan, pólitískt hæli að þýska vikuritið Der Spiegel fullyrðir. Talsmaður utanríkisráðuneytis Sáda neitar alfarið að eitthvað sé til fréttinni. 22.11.2008 22:00
Segir lögreglu hafa beitt lágmarks valdbeitingu ,,Varnarúðinn var það eina sem við beittum. Það var tekist á þetta verkefni með algjöri lágmarks valdbeitingu," sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um atburði dagsins. 22.11.2008 20:00
Obama heldur áfram að velja innanbúðarfólk Barack Obama tilvonandi Bandaríkjaforseti heldur áfram að velja fólk í lykilstöður. Hvort heldur í ríkisstjórn sína eða sem nánustu samstarfsmenn í Hvíta húsinu. 22.11.2008 20:45
Þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar standi við stóru orðin Formaður Frjálslynda flokksins segir að farið hafi verið á bakvið fólkið í landinu og Alþingi og því beri að kjósa sem fyrst. Hann og formaður Vinstri grænna segja að við atkvæðagreiðslu um vantraust á ríkisstjórnina reyni á samvisku þeirra þingmanna og ráðherra Samfylkingarinnar sem styðja að gengið verði til kosninga. 22.11.2008 18:43
Mótmælendur réðust inn á lögreglustöðina við Hlemm Fjölmennur hópur mótmælenda réðst fyrir stundu inn í anddyri lögreglustöðvarinnar við Hlemmi og tók sér stöðu þar. 22.11.2008 16:49
Felldur grunaðan breskan hryðjuverkamann í Pakistan Breskur karlmaður, sem grunaður er um að vera höfuðpaurinn á bak við áform hryðjuverkamanna um að sprengja í loft upp flugvélar árið 2006, var felldur í gær í loftárás Bandaríkjamanna á stað í Norður-Waziristan í Pakistan. 22.11.2008 23:08
Góðar viðtökur við sparafatasöfnun Rauða krossins Rauði krossinn hvatti í dag fólk til að kíkja í skápana og finna spariföt sem ekki eru lengur í notkun en gætu öðlast nýtt líf hjá nýjum eigenda. 22.11.2008 19:22