Vilja jafnræði milli íslenskra og hollenskra innistæðueigenda 24. nóvember 2008 10:24 Þeir Hollendingar sem áttu yfir hundrað þúsund evrur á Icesave-reikningum Landsbankans þar í landi hafa sent íslenskum þingmönnum opið bréf þar sem farið er fram á að allir fjármunir þeirra verði tryggðir líkt og hjá Íslendingum í íslenskum bönkum. Í bréfinu, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að fulltrúar þessa hóps, sem telur um 470 manns, hafi heimsótt Ísland á dögunum til þess að reyna að fá svör um það hvar þeir geti nálgast fjármuni sína. Hollensk stjórnvöld tryggja aðeins innistæður upp að hundrað þúsund evrum, um 18 milljónum króna, sem þýðir að þessi hópur Hollendinga horfir fram á samtals 40 milljóna evra tap, jafnvirði um sjö milljarða króna. „Peningar sem við höfðum sparað til þess að kosta nám barnanna okkar, til kaupa á fasteign, sem lífeyri, til góðgerðastarfa og svo framvegis," segir í bréfinu. Segja eignir Landsbankans dekka kostnaðinn Fulltrúar þessa hóps Hollendinga segja enn fremur að þeir hafi mætt skilningi og vináttu hér á landi og jafnframt komist að því að eignir Landsbankans séu mun meiri en nemi þessari fjárhæð. Benda þeir enn fremur á að allar innistæður Íslendinga í íslenskum bönkum hafi verið tryggðar. Þá vísa þeir til þess að meðal skilyrða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir láni til Íslendinga sé að jafnræðis sé gætt á milli innistæðueigenda. Það þýði í raun að bæta verði hollenskum innistæðueigendum fjármuni sína á sama hátt og íslenskum. Segist talsmaður hópsins vonast til að þingmenn gæti þess að þessa janfræðis verði gætt.Vísað er til þess að hollensk stjórnvöld muni lána hinum íslensku peninga til þess að standa við ábyrgðir sínar varðandi innistæðutryggingar og bent á að það ætti ekki að vera mikil mál að tryggja allar innistæður. Eignir gamla Landsbankans eigi að duga fyrir því.Bjóða samstarf til að skapa tækifæri fyrri ÍslandÍ bréfinu er enn fremur sagt að það séu vissulega erfiðir tímar á Íslandi en að á fundum sínum hér á landi hafi fulltrúar hollenska hópsins fundið fyrir vilja til að leysa málið. Það vilji hópurinn endurgjalda með því að aðstoða Íslendinga. Verið sé að koma á fót síðunni Niceland.nl þar sem kynna eigi fyrirtæki og ferðaþjónustu á Íslandi með það fyrir augum að skapa ný tækifæri hér á landi.Bæði hið íslenska og hollenska viðskiptaráð komi að samvinnunni sem gagnast muni báðum þjóðum. „Með því að aðstoða hvorir aðra við þessar aðstæður skapast grundvöllur fyrir góðu samstarfi á gjöfulli tímum. Tímum sem við erum fullviss um að renni aftur fljótt upp á Íslandi þar sem Íslendingar nýta náttúrulega krafta sína," segir einnig í bréfinu. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Þeir Hollendingar sem áttu yfir hundrað þúsund evrur á Icesave-reikningum Landsbankans þar í landi hafa sent íslenskum þingmönnum opið bréf þar sem farið er fram á að allir fjármunir þeirra verði tryggðir líkt og hjá Íslendingum í íslenskum bönkum. Í bréfinu, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að fulltrúar þessa hóps, sem telur um 470 manns, hafi heimsótt Ísland á dögunum til þess að reyna að fá svör um það hvar þeir geti nálgast fjármuni sína. Hollensk stjórnvöld tryggja aðeins innistæður upp að hundrað þúsund evrum, um 18 milljónum króna, sem þýðir að þessi hópur Hollendinga horfir fram á samtals 40 milljóna evra tap, jafnvirði um sjö milljarða króna. „Peningar sem við höfðum sparað til þess að kosta nám barnanna okkar, til kaupa á fasteign, sem lífeyri, til góðgerðastarfa og svo framvegis," segir í bréfinu. Segja eignir Landsbankans dekka kostnaðinn Fulltrúar þessa hóps Hollendinga segja enn fremur að þeir hafi mætt skilningi og vináttu hér á landi og jafnframt komist að því að eignir Landsbankans séu mun meiri en nemi þessari fjárhæð. Benda þeir enn fremur á að allar innistæður Íslendinga í íslenskum bönkum hafi verið tryggðar. Þá vísa þeir til þess að meðal skilyrða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir láni til Íslendinga sé að jafnræðis sé gætt á milli innistæðueigenda. Það þýði í raun að bæta verði hollenskum innistæðueigendum fjármuni sína á sama hátt og íslenskum. Segist talsmaður hópsins vonast til að þingmenn gæti þess að þessa janfræðis verði gætt.Vísað er til þess að hollensk stjórnvöld muni lána hinum íslensku peninga til þess að standa við ábyrgðir sínar varðandi innistæðutryggingar og bent á að það ætti ekki að vera mikil mál að tryggja allar innistæður. Eignir gamla Landsbankans eigi að duga fyrir því.Bjóða samstarf til að skapa tækifæri fyrri ÍslandÍ bréfinu er enn fremur sagt að það séu vissulega erfiðir tímar á Íslandi en að á fundum sínum hér á landi hafi fulltrúar hollenska hópsins fundið fyrir vilja til að leysa málið. Það vilji hópurinn endurgjalda með því að aðstoða Íslendinga. Verið sé að koma á fót síðunni Niceland.nl þar sem kynna eigi fyrirtæki og ferðaþjónustu á Íslandi með það fyrir augum að skapa ný tækifæri hér á landi.Bæði hið íslenska og hollenska viðskiptaráð komi að samvinnunni sem gagnast muni báðum þjóðum. „Með því að aðstoða hvorir aðra við þessar aðstæður skapast grundvöllur fyrir góðu samstarfi á gjöfulli tímum. Tímum sem við erum fullviss um að renni aftur fljótt upp á Íslandi þar sem Íslendingar nýta náttúrulega krafta sína," segir einnig í bréfinu.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira