Vilja jafnræði milli íslenskra og hollenskra innistæðueigenda 24. nóvember 2008 10:24 Þeir Hollendingar sem áttu yfir hundrað þúsund evrur á Icesave-reikningum Landsbankans þar í landi hafa sent íslenskum þingmönnum opið bréf þar sem farið er fram á að allir fjármunir þeirra verði tryggðir líkt og hjá Íslendingum í íslenskum bönkum. Í bréfinu, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að fulltrúar þessa hóps, sem telur um 470 manns, hafi heimsótt Ísland á dögunum til þess að reyna að fá svör um það hvar þeir geti nálgast fjármuni sína. Hollensk stjórnvöld tryggja aðeins innistæður upp að hundrað þúsund evrum, um 18 milljónum króna, sem þýðir að þessi hópur Hollendinga horfir fram á samtals 40 milljóna evra tap, jafnvirði um sjö milljarða króna. „Peningar sem við höfðum sparað til þess að kosta nám barnanna okkar, til kaupa á fasteign, sem lífeyri, til góðgerðastarfa og svo framvegis," segir í bréfinu. Segja eignir Landsbankans dekka kostnaðinn Fulltrúar þessa hóps Hollendinga segja enn fremur að þeir hafi mætt skilningi og vináttu hér á landi og jafnframt komist að því að eignir Landsbankans séu mun meiri en nemi þessari fjárhæð. Benda þeir enn fremur á að allar innistæður Íslendinga í íslenskum bönkum hafi verið tryggðar. Þá vísa þeir til þess að meðal skilyrða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir láni til Íslendinga sé að jafnræðis sé gætt á milli innistæðueigenda. Það þýði í raun að bæta verði hollenskum innistæðueigendum fjármuni sína á sama hátt og íslenskum. Segist talsmaður hópsins vonast til að þingmenn gæti þess að þessa janfræðis verði gætt.Vísað er til þess að hollensk stjórnvöld muni lána hinum íslensku peninga til þess að standa við ábyrgðir sínar varðandi innistæðutryggingar og bent á að það ætti ekki að vera mikil mál að tryggja allar innistæður. Eignir gamla Landsbankans eigi að duga fyrir því.Bjóða samstarf til að skapa tækifæri fyrri ÍslandÍ bréfinu er enn fremur sagt að það séu vissulega erfiðir tímar á Íslandi en að á fundum sínum hér á landi hafi fulltrúar hollenska hópsins fundið fyrir vilja til að leysa málið. Það vilji hópurinn endurgjalda með því að aðstoða Íslendinga. Verið sé að koma á fót síðunni Niceland.nl þar sem kynna eigi fyrirtæki og ferðaþjónustu á Íslandi með það fyrir augum að skapa ný tækifæri hér á landi.Bæði hið íslenska og hollenska viðskiptaráð komi að samvinnunni sem gagnast muni báðum þjóðum. „Með því að aðstoða hvorir aðra við þessar aðstæður skapast grundvöllur fyrir góðu samstarfi á gjöfulli tímum. Tímum sem við erum fullviss um að renni aftur fljótt upp á Íslandi þar sem Íslendingar nýta náttúrulega krafta sína," segir einnig í bréfinu. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Þeir Hollendingar sem áttu yfir hundrað þúsund evrur á Icesave-reikningum Landsbankans þar í landi hafa sent íslenskum þingmönnum opið bréf þar sem farið er fram á að allir fjármunir þeirra verði tryggðir líkt og hjá Íslendingum í íslenskum bönkum. Í bréfinu, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að fulltrúar þessa hóps, sem telur um 470 manns, hafi heimsótt Ísland á dögunum til þess að reyna að fá svör um það hvar þeir geti nálgast fjármuni sína. Hollensk stjórnvöld tryggja aðeins innistæður upp að hundrað þúsund evrum, um 18 milljónum króna, sem þýðir að þessi hópur Hollendinga horfir fram á samtals 40 milljóna evra tap, jafnvirði um sjö milljarða króna. „Peningar sem við höfðum sparað til þess að kosta nám barnanna okkar, til kaupa á fasteign, sem lífeyri, til góðgerðastarfa og svo framvegis," segir í bréfinu. Segja eignir Landsbankans dekka kostnaðinn Fulltrúar þessa hóps Hollendinga segja enn fremur að þeir hafi mætt skilningi og vináttu hér á landi og jafnframt komist að því að eignir Landsbankans séu mun meiri en nemi þessari fjárhæð. Benda þeir enn fremur á að allar innistæður Íslendinga í íslenskum bönkum hafi verið tryggðar. Þá vísa þeir til þess að meðal skilyrða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir láni til Íslendinga sé að jafnræðis sé gætt á milli innistæðueigenda. Það þýði í raun að bæta verði hollenskum innistæðueigendum fjármuni sína á sama hátt og íslenskum. Segist talsmaður hópsins vonast til að þingmenn gæti þess að þessa janfræðis verði gætt.Vísað er til þess að hollensk stjórnvöld muni lána hinum íslensku peninga til þess að standa við ábyrgðir sínar varðandi innistæðutryggingar og bent á að það ætti ekki að vera mikil mál að tryggja allar innistæður. Eignir gamla Landsbankans eigi að duga fyrir því.Bjóða samstarf til að skapa tækifæri fyrri ÍslandÍ bréfinu er enn fremur sagt að það séu vissulega erfiðir tímar á Íslandi en að á fundum sínum hér á landi hafi fulltrúar hollenska hópsins fundið fyrir vilja til að leysa málið. Það vilji hópurinn endurgjalda með því að aðstoða Íslendinga. Verið sé að koma á fót síðunni Niceland.nl þar sem kynna eigi fyrirtæki og ferðaþjónustu á Íslandi með það fyrir augum að skapa ný tækifæri hér á landi.Bæði hið íslenska og hollenska viðskiptaráð komi að samvinnunni sem gagnast muni báðum þjóðum. „Með því að aðstoða hvorir aðra við þessar aðstæður skapast grundvöllur fyrir góðu samstarfi á gjöfulli tímum. Tímum sem við erum fullviss um að renni aftur fljótt upp á Íslandi þar sem Íslendingar nýta náttúrulega krafta sína," segir einnig í bréfinu.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira