Birkir sækist eftir varaformannsembætti í Framsókn 24. nóvember 2008 11:17 Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst bjóða sig fram til embættis varaformanns flokksins á komandi flokksþingi sem verður í janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Birki til fjölmiðla. Þar segir þingmaðurinn að mikil umbrot einkenni íslenskt samfélag, þjóðin standi á krossgötum og við blasi mikið uppbyggingarstarf. Nýir tímar kalli á breytingar og lausnir. Birkir segist hafa fengið margar áskoranir að undanförnu um að sækjast eftir forystuhlutverki í Framsóknarflokknum á næsta flokksþingi. „Mér þykir vænt um þá hvatningu og stuðninginn sem í henni felst. Jafnframt tel ég að ungt fólk eigi að ganga fram fyrir skjöldu eins og ástatt er því að næstu kosningar munu fremur en áður snúast um lausnir og hvert beri að stefna til framtíðar. Á þessum tímamótum á Framsóknarflokkurinn að standa undir nafni og sækja fram, vera skýr valkostur í íslenskum stjórnmálum. Ég treysti mér til slíkra verka og vil leggja mitt af mörkum til að sameina framsóknarmenn um nauðsynleg úrlausnarefni og vinna í samhentri forystu fyrir flokkinn. Að vel ígrunduðu máli er það niðurstaða mín að bjóða mig fram til varaformanns fyrir Framsóknarflokkinn á komandi flokksþingi," segir Birkir sem er 29 ára og hefur verið þingmaður frá árinu 2003. „Grundvallarhugsjónir mínar kristallast í því að ég vil byggja upp á Íslandi mannvænlegt samfélag samvinnu og jafnaðar þar sem lýðræði og mannréttindi eru í hávegum höfð. Samfélag þar sem allir hafa jöfn tækifæri, óháð efnahag eða búsetu. Þjóðfélag framtíðarinnar þarf að byggja á aukinni þátttöku almennings í allri ákvarðanatöku, raunverulegri þrískiptingu ríkisvaldsins þar sem Alþingi skipar þann sess sem því ber í lagasetningu og aðhaldi gagnvart framkvæmdavaldinu, og heiðarleika þar sem leitast er við að ná fram sanngjörnum niðurstöðum með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna. Fólk og velferð þess á að vera í öndvegi þess nýja samfélags sem við munum byggja upp á næstu árum. Forysta Framsóknarflokksins á að sækja fram með fólk í fyrirrúmi og manngildi ofar auðgildi. Að því vil ég vinna," segir Birkir enn fremur. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst bjóða sig fram til embættis varaformanns flokksins á komandi flokksþingi sem verður í janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Birki til fjölmiðla. Þar segir þingmaðurinn að mikil umbrot einkenni íslenskt samfélag, þjóðin standi á krossgötum og við blasi mikið uppbyggingarstarf. Nýir tímar kalli á breytingar og lausnir. Birkir segist hafa fengið margar áskoranir að undanförnu um að sækjast eftir forystuhlutverki í Framsóknarflokknum á næsta flokksþingi. „Mér þykir vænt um þá hvatningu og stuðninginn sem í henni felst. Jafnframt tel ég að ungt fólk eigi að ganga fram fyrir skjöldu eins og ástatt er því að næstu kosningar munu fremur en áður snúast um lausnir og hvert beri að stefna til framtíðar. Á þessum tímamótum á Framsóknarflokkurinn að standa undir nafni og sækja fram, vera skýr valkostur í íslenskum stjórnmálum. Ég treysti mér til slíkra verka og vil leggja mitt af mörkum til að sameina framsóknarmenn um nauðsynleg úrlausnarefni og vinna í samhentri forystu fyrir flokkinn. Að vel ígrunduðu máli er það niðurstaða mín að bjóða mig fram til varaformanns fyrir Framsóknarflokkinn á komandi flokksþingi," segir Birkir sem er 29 ára og hefur verið þingmaður frá árinu 2003. „Grundvallarhugsjónir mínar kristallast í því að ég vil byggja upp á Íslandi mannvænlegt samfélag samvinnu og jafnaðar þar sem lýðræði og mannréttindi eru í hávegum höfð. Samfélag þar sem allir hafa jöfn tækifæri, óháð efnahag eða búsetu. Þjóðfélag framtíðarinnar þarf að byggja á aukinni þátttöku almennings í allri ákvarðanatöku, raunverulegri þrískiptingu ríkisvaldsins þar sem Alþingi skipar þann sess sem því ber í lagasetningu og aðhaldi gagnvart framkvæmdavaldinu, og heiðarleika þar sem leitast er við að ná fram sanngjörnum niðurstöðum með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna. Fólk og velferð þess á að vera í öndvegi þess nýja samfélags sem við munum byggja upp á næstu árum. Forysta Framsóknarflokksins á að sækja fram með fólk í fyrirrúmi og manngildi ofar auðgildi. Að því vil ég vinna," segir Birkir enn fremur.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira