Birkir sækist eftir varaformannsembætti í Framsókn 24. nóvember 2008 11:17 Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst bjóða sig fram til embættis varaformanns flokksins á komandi flokksþingi sem verður í janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Birki til fjölmiðla. Þar segir þingmaðurinn að mikil umbrot einkenni íslenskt samfélag, þjóðin standi á krossgötum og við blasi mikið uppbyggingarstarf. Nýir tímar kalli á breytingar og lausnir. Birkir segist hafa fengið margar áskoranir að undanförnu um að sækjast eftir forystuhlutverki í Framsóknarflokknum á næsta flokksþingi. „Mér þykir vænt um þá hvatningu og stuðninginn sem í henni felst. Jafnframt tel ég að ungt fólk eigi að ganga fram fyrir skjöldu eins og ástatt er því að næstu kosningar munu fremur en áður snúast um lausnir og hvert beri að stefna til framtíðar. Á þessum tímamótum á Framsóknarflokkurinn að standa undir nafni og sækja fram, vera skýr valkostur í íslenskum stjórnmálum. Ég treysti mér til slíkra verka og vil leggja mitt af mörkum til að sameina framsóknarmenn um nauðsynleg úrlausnarefni og vinna í samhentri forystu fyrir flokkinn. Að vel ígrunduðu máli er það niðurstaða mín að bjóða mig fram til varaformanns fyrir Framsóknarflokkinn á komandi flokksþingi," segir Birkir sem er 29 ára og hefur verið þingmaður frá árinu 2003. „Grundvallarhugsjónir mínar kristallast í því að ég vil byggja upp á Íslandi mannvænlegt samfélag samvinnu og jafnaðar þar sem lýðræði og mannréttindi eru í hávegum höfð. Samfélag þar sem allir hafa jöfn tækifæri, óháð efnahag eða búsetu. Þjóðfélag framtíðarinnar þarf að byggja á aukinni þátttöku almennings í allri ákvarðanatöku, raunverulegri þrískiptingu ríkisvaldsins þar sem Alþingi skipar þann sess sem því ber í lagasetningu og aðhaldi gagnvart framkvæmdavaldinu, og heiðarleika þar sem leitast er við að ná fram sanngjörnum niðurstöðum með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna. Fólk og velferð þess á að vera í öndvegi þess nýja samfélags sem við munum byggja upp á næstu árum. Forysta Framsóknarflokksins á að sækja fram með fólk í fyrirrúmi og manngildi ofar auðgildi. Að því vil ég vinna," segir Birkir enn fremur. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst bjóða sig fram til embættis varaformanns flokksins á komandi flokksþingi sem verður í janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Birki til fjölmiðla. Þar segir þingmaðurinn að mikil umbrot einkenni íslenskt samfélag, þjóðin standi á krossgötum og við blasi mikið uppbyggingarstarf. Nýir tímar kalli á breytingar og lausnir. Birkir segist hafa fengið margar áskoranir að undanförnu um að sækjast eftir forystuhlutverki í Framsóknarflokknum á næsta flokksþingi. „Mér þykir vænt um þá hvatningu og stuðninginn sem í henni felst. Jafnframt tel ég að ungt fólk eigi að ganga fram fyrir skjöldu eins og ástatt er því að næstu kosningar munu fremur en áður snúast um lausnir og hvert beri að stefna til framtíðar. Á þessum tímamótum á Framsóknarflokkurinn að standa undir nafni og sækja fram, vera skýr valkostur í íslenskum stjórnmálum. Ég treysti mér til slíkra verka og vil leggja mitt af mörkum til að sameina framsóknarmenn um nauðsynleg úrlausnarefni og vinna í samhentri forystu fyrir flokkinn. Að vel ígrunduðu máli er það niðurstaða mín að bjóða mig fram til varaformanns fyrir Framsóknarflokkinn á komandi flokksþingi," segir Birkir sem er 29 ára og hefur verið þingmaður frá árinu 2003. „Grundvallarhugsjónir mínar kristallast í því að ég vil byggja upp á Íslandi mannvænlegt samfélag samvinnu og jafnaðar þar sem lýðræði og mannréttindi eru í hávegum höfð. Samfélag þar sem allir hafa jöfn tækifæri, óháð efnahag eða búsetu. Þjóðfélag framtíðarinnar þarf að byggja á aukinni þátttöku almennings í allri ákvarðanatöku, raunverulegri þrískiptingu ríkisvaldsins þar sem Alþingi skipar þann sess sem því ber í lagasetningu og aðhaldi gagnvart framkvæmdavaldinu, og heiðarleika þar sem leitast er við að ná fram sanngjörnum niðurstöðum með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna. Fólk og velferð þess á að vera í öndvegi þess nýja samfélags sem við munum byggja upp á næstu árum. Forysta Framsóknarflokksins á að sækja fram með fólk í fyrirrúmi og manngildi ofar auðgildi. Að því vil ég vinna," segir Birkir enn fremur.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira