Erlent

Rændu Burger King vopnaðir leikfangabyssu og priki

Tveir grímuklæddir ræningjar réðust inn á Burger King veitingastað við hraðbrautina inn í Fredericia í Danmörku í nótt. Höfðu þeir með sér nokkur þúsund krónur í reiðufé.

Annar ræningjanna var vopnaður byssu en hinn ógnaði afgreiðslufólki með priki. Talið er að ræningjarnir séu á aldrinum 15-17 ára gamlir og að þeir hafi stungið af á reiðhjólum. Á flóttanum kastaði ræninginn byssunni frá sér og kvaðst lögreglan merkja að um leikfangabyssu hefði verið að ræða.

Danmarks Radio greindi frá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×