Innlent

Nokkur hundruð manns mótmæla á Ingólfstorgi

Talið er að nokkur hundruð manns séu saman komin á útifundi sem BSRB, Félag eldri borgara í Reykjavík, Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands standa fyrir á Ingólfstorgi. Fundurinn hófst klukkan hálffimm, en í fundarboðinu kemur fram að tilefnið sé óvissuástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar, kjaraskerðing sem nú þegar blasi við mörgum og síðast en ekki síst hugmyndir stjórnvalda um stórkostlegan niðurskurð á útgjöldum til velferðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×