Innlent

Vísað frá hálftómum þingpöllum

Sturla Jónsson, vörubílstjóri og mótmælandi segir að búið sé að loka þingpöllum fyrir gestum þrátt fyrir að nóg pláss sé á pöllunum. Hann segist hafa ætlað ásamt nokkrum félögum sínum að hlýða á umræðurnar um vantrausttillögu á hendur ríkisstjórninni en að þingverðir hafi svarað því til að fullt væri á pöllunum. Það stenst hins vegar ekki því samkvæmt heimildum Vísis er nóg pláss á pöllunum og aðeins um tíu áhorfendur þar inni núna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×