Valgerður sakar Geir um forystuleysi 24. nóvember 2008 14:31 Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins, segir að með því að taka fremur mark á bankastjórum viðskiptabankanna en seðlabankastjóra hafi Geir H. Haarde forsætisráðherra í raun verið að segja að hann bæri ekki traust til seðlabankastjóra og ætti að láta hann fara. Þetta kom fram í máli hennar í umræðum um vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni sem tekin er fyrir á Alþingi í dag. Valgerður benti á að ríkisstjórnin hefði farið með himinskautum í vinsældum á upphafsmánuðum sínum. Síðan væru liðnir 16 mánuðir og nú væri Snorrabúð stekkur. Ríkisstjórnin væri rúin trausti og stuðningur við hana hefði farið úr 80 prósentum í 30 prósent. Þá benti hún á að þriðjungur ráðherra Samfylkingarinnar vildi boða til kosninga og sama vildu þingmenn úr báðum stjórnarflokkum. Valgerður sagði skort á samvinnu í ríkisstjórninni og Samfylkingin hefði ekki skynjað hlutverk sitt heldur notað orku sína til að berja á samstarfsflokknum. Þá gagnrýndi hún Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra fyrir að segjast ekki bera ábyrgð á mistökum fortíðarinnar. Hún hefði ekki hlustað á ráðleggingar Seðlabankans fyrr á þessu ári á sex fundum og hefði haldið þessum fundum að því er virtist leyndum fyrir bankamálaráðherranum. Spurði Valgerður hvers vegna ríkisstjórnin hefði ekki tekið mark á viðvörunum Seðlabankans. Sagði hún að úr því að Geir H. Haarde forsætisráðherra hefði tekið meira mark á bankastjórum viðskiptabankanna en seðlabankastjóra þá bæri hann ekki traust til formanns bankastjórnarinnar og ætti að láta hann fara. Valgerður sagði aðgerðaáætlun stjórnvalda í kreppunni ófullnægjandi með öllu og það skorti framtíðarsýn fyrir hönd Íslands. Ekki væri samstaða um uppbyggingu í neinni grein á milli ríkisstjórnarflokkanna. Sagði Valgerður aldrei mikilvægara en nú að ríkisstjórn sæti að völdum sem nyti óskoraðs trausts þjóðarinnar. Traust þyrfti að ríkja á milli ríkisstjórnarflokka og menn að komast að niðurstöðu í málum eftir rökræður. Sakaði hún forsætisráðherra um forystuleysi þar sem hann léti allt yfir sig ganga af hálfu samstarfsflokksins og Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra og fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins, segir að með því að taka fremur mark á bankastjórum viðskiptabankanna en seðlabankastjóra hafi Geir H. Haarde forsætisráðherra í raun verið að segja að hann bæri ekki traust til seðlabankastjóra og ætti að láta hann fara. Þetta kom fram í máli hennar í umræðum um vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni sem tekin er fyrir á Alþingi í dag. Valgerður benti á að ríkisstjórnin hefði farið með himinskautum í vinsældum á upphafsmánuðum sínum. Síðan væru liðnir 16 mánuðir og nú væri Snorrabúð stekkur. Ríkisstjórnin væri rúin trausti og stuðningur við hana hefði farið úr 80 prósentum í 30 prósent. Þá benti hún á að þriðjungur ráðherra Samfylkingarinnar vildi boða til kosninga og sama vildu þingmenn úr báðum stjórnarflokkum. Valgerður sagði skort á samvinnu í ríkisstjórninni og Samfylkingin hefði ekki skynjað hlutverk sitt heldur notað orku sína til að berja á samstarfsflokknum. Þá gagnrýndi hún Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra fyrir að segjast ekki bera ábyrgð á mistökum fortíðarinnar. Hún hefði ekki hlustað á ráðleggingar Seðlabankans fyrr á þessu ári á sex fundum og hefði haldið þessum fundum að því er virtist leyndum fyrir bankamálaráðherranum. Spurði Valgerður hvers vegna ríkisstjórnin hefði ekki tekið mark á viðvörunum Seðlabankans. Sagði hún að úr því að Geir H. Haarde forsætisráðherra hefði tekið meira mark á bankastjórum viðskiptabankanna en seðlabankastjóra þá bæri hann ekki traust til formanns bankastjórnarinnar og ætti að láta hann fara. Valgerður sagði aðgerðaáætlun stjórnvalda í kreppunni ófullnægjandi með öllu og það skorti framtíðarsýn fyrir hönd Íslands. Ekki væri samstaða um uppbyggingu í neinni grein á milli ríkisstjórnarflokkanna. Sagði Valgerður aldrei mikilvægara en nú að ríkisstjórn sæti að völdum sem nyti óskoraðs trausts þjóðarinnar. Traust þyrfti að ríkja á milli ríkisstjórnarflokka og menn að komast að niðurstöðu í málum eftir rökræður. Sakaði hún forsætisráðherra um forystuleysi þar sem hann léti allt yfir sig ganga af hálfu samstarfsflokksins og Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra og fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira