Erlent

Samviskulaus morðingi látinn laus

Óli Tynes skrifar
Christian Klar.
Christian Klar.

Dómstóll í Þýskalandi hefur úrskurðað að einn af leiðtogum Baader-Meinhof hryðjuverkasamtakanna skuli frá reynslulausn úr fangelsi í janúar næstkomandi.

Christian Klar var árið 1985 dæmdur í fimmfalt lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að tuttugu morðum. Hann hefur nú setið í fangelsi í 26 ár og á samkvæmt þýskum lögum rétt á reynslulausn.

Í úrskurði dómsins sagði að það væri þungbært fyrir fórnarlömb og ættingja þeirra að Klar skuli ekki hafa iðrast verka sinna. Hann sé hinsvegar ekki lengur talinn hættulegur samfélaginu og því eigi hann rétt á lausn.

Christian Klar er síðasti Baader Meinhof félaginn sem sleppt er úr fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×