Erlent

Látt´ekki svona Angela

Óli Tynes skrifar
Angela Merkel og Nicolas Sarkozy.
Angela Merkel og Nicolas Sarkozy. MYND/AP

Engin sátt er á milli stórveldanna í Evrópusambandinu um hvernig leysa skuli efnahagskreppuna.

Angela Merkel kanslari Þýskalands er nú í heimsókn í Frakklandi og líkamstjáningin á þessari mynd kann að vera til marks um ósættið.

Merkel er þarna ásamt Nicolas Sarkozy forseta Frakklands á leið í hádegisverð á heimili Körlu Bruni-Zarkosy eiginkonu forsetans.

Frakkar eru gramir Þjóðverjum fyrir að tregðast við að leggja meira fé af mörkum til hjálpar ríkjum Evrópusambandsins. Þjóðverjar vilja halda sínum aurum fyrir sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×