Innlent

Utanríkisráðherra: Ekki tími til að standa í kosningabaráttu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Það varð kerfishrun í íslensku samfélagi með hruni bankanna. Verkefnið sem við stöndum andspænis er að byggja þetta samfélag upp aftur, en ekki að standa í kosningabaráttu. Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í umræðum um vantrauststillögu á ríkisstjórnina.

„Það er ekki verkefni okkar að leggjast í kosningabaráttu og láta verkin öll bíða á meðan, láta fjárlögin bíða, láta hag heimilanna bíða, láta það biða að koma með úrræði fyrir atvinnulífið, láta gjaldeyrismarkaðinn bíða. Við eigum ekki að láta þessi verkefni bíða til að geta slegið okkur upp til pólitískra riddara," segir Ingibjörg Sólrún.

Ingibjörg vakti einnig athygli á því að Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi viðskiptaráðherra Framsóknarflokksins, gæti ekki staðið upp í pontu og spurt að því hvers vegna bankakerfið á Íslandi hefði vaxið hagkerfinu yfir höfuð. Hún hefði sjálf verið ráðherra bankamála á vaxtarárum bankanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×