Innlent

Stálu áfengisflöskum af veitingastað

Lögreglan á Selfoss hafði í síðustu viku afskipti af pari vegna gruns um að það hafi brotist inn í veitingastaðinn Hafið bláa við Óseyri.

Parið var handtekið og fært til yfirheyrslu þar sem það viðurkenndi innbrotið og að hafa stolið nokkrum áfengisflöskum. Karlmaðurinn var að auki grunaður um að hafa ekið bifreið, sem þau voru á, undir áhrifum fíkniefna eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar.

Þar kemur einnig fram að lögreglumenn hafi að undanförnu farið um sumarbústaðahverfi í Grímsnesi og víðar til eftirlits vegna fjölda innbrota sem þar hafa átt sér stað í haust. Til þessa eftirlits hefur lögregla verið á ómerktum bifreiðum og mun hún halda því áfram eins og kostur er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×