Innlent

Telur aðra betri í formannsstólinn

Valgerður Sverrisdóttir, starfandi formaður Framsóknarflokksins.
Valgerður Sverrisdóttir, starfandi formaður Framsóknarflokksins.

„Ég hefði áhuga á að leiða flokkinn ef ég væri sannfærð um að ég sé best til þess fallin. Ég er alls ekki sannfærð um það í dag." Þetta hefur Austurglugginn eftir Valgerði Sverrisdóttur, starfandi formanni Framsóknarflokksins.Valgerður hélt ræðu á fundi framsóknarmanna sem haldinn var á Reyðarfirði í gær. Þar sagði hún ýmsa innan flokksins vera að velta fyrir sér framboði.

Þá sagðist Valgerður undrast þau orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur frá því á laugardag að Samfylkingin bæri enga ábyrgð á hinni íslensku krísu. Hins vegar væri það svo spurning hversu mikla ábyrgð Framsóknarflokkurinn og hún sjálf sem fyrrverandi bankamálaráðherra bæri. Landsbankinn og Búnaðarbankinn hefðu verið seldir á hennar vakt í viðskiptaráðuneytinu

„Spyrja má hvort vitlaust hafi verið að selja bankana? Ég held ekki og var búin að upplifa að vera ráðherra með ríkisbanka og allt vafstrið i kringum það. Að pólitíkin ætlaði að stjórna flæði fjármagns bauð upp á hættur, svo ekki sé meira sagt. Það býður einnig upp á ýmis plott sem ég held ekki að séu æskileg í rekstri á fjármálafyrirtækjum," hefur Austurglugginn eftir Valgerði. Hún benti jafnframt á að bankarnir hefðu vaxið mjög frá því að hún var viðskiptaráðherra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×