Innlent

Umhverfisráðherra vill ekki kosningabaráttu á aðventunni

Þórunn Sveinbjarnardóttir og Björgvin G. Sigurðsson vilja bæði kosningar á næsta ári. Mynd/ Vilhelm.
Þórunn Sveinbjarnardóttir og Björgvin G. Sigurðsson vilja bæði kosningar á næsta ári. Mynd/ Vilhelm.

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segir það ekki skynsamlega tillögu hjá stjórnarandstöðunni að ætla að nýta aðventuna í kosningabaráttu, eins og vantrauststillaga á ríkisstjórnina gengur út á. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag.

Þá sagði Þórunn jafnframt að stjórnarandstaðan væri of sundurlynd, bæði innan flokka og milli flokka, til þess að geta komið að stjórn landsins. Hún sagði að þingmenn stjórnarandstöðunnar ættu það eitt sameiginlegt að vera karlmenn, framsóknarmenn væru á kafi í miðjum innbyrðisátökum og Vinstri grænir væru einangrunarsinnar sem ættu enga samleið með öðrum.

Þórunn og Björgvin G. Sigurðarson hafa þó bæði sagt opinberlega að þau vilji að kosningar fari fram á næsta ári.










Tengdar fréttir

Valgerður sakar Geir um forystuleysi

Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins, segir að með því að taka fremur mark á bankastjórum viðskiptabankanna en seðlabankastjóra hafi Geir H. Haarde forsætisráðherra í raun verið að segja að hann bæri ekki traust til seðlabankastjóra og ætti að láta hann fara.

Þjóðin á rétt á því að kjósa

Ríkisstjórnin er rúin trausti og þess vegna á hún að segja af sér. Þetta sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, við umræður um vantrauststillögu á ríkisstjórnina á Alþingi i dag.

Utanríkisráðherra: Ekki tími til að standa í kosningabaráttu

Það varð kerfishrun í íslensku samfélagi með hruni bankanna. Verkefnið sem við stöndum andspænis er að byggja þetta samfélag upp aftur, en ekki að standa í kosningabaráttu. Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í umræðum um vantrauststillögu á ríkisstjórnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×