Erlent

Átján látnir í tveimur sprengitilræðum í Bagdad í morgun

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Worldnews

Átján eru látnir eftir tvö sprengitilræði í Bagdad, höfuðborg Íraks í morgun.

Í öðru tilræðinu féllu þrettán manns þegar sprengja sprakk í vegkanti þegar bílalest sem flutti sjíamúslimann Ahmed al-Barak ók hjá en hann er einn af 25 sem eiga sæti í bráðabirgðastjórninni sem sett var á fót í kjölfar innrásar Bandaríkjahers árið 2003. Fimm létust svo þegar önnur sprengja sprakk annars staðar í borginni skömmu síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×