Erlent

Þarfasti þjónninn bestur í snjónum

Óli Tynes skrifar
Hott hott á hesti.
Hott hott á hesti. MYND/AP

Mikið fannfergi er nú víða í Evrópu. Á Norðurlöndunum er mikil ófærð og hafa allar samgöngur tafist af þeim sökum.

Sömu sögu er að segja sunnar í álfunni. Þar eru vegir víða annaðhvort glerhálir eða þaktir svo djúpum snjó að bílar komast ekki leiðar sinnar og flugvöllum hefur verið lokað.

Þá er gott að hafa þarfasta þjóninn til þess að komast leiðar sinnar. Það staðreyndi þessi hestamaður í Þýskalandi sem hér ríður framhjá Frankfurt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×