Innlent

Þjóðin á rétt á því að kjósa

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Mynd/ GVA.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Mynd/ GVA.

Ríkisstjórnin er rúin trausti og þess vegna á hún að segja af sér. Þetta sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, við umræður um vantrauststillögu á ríkisstjórnina á Alþingi i dag.

Guðjón benti á að það hefði verið upplýst að seðlabankastjóri hefði gert forsætisráðherra og utanríkisráðherra kunnugt um hættuna sem að fjármálakerfinu steðjaði í febrúar. Stjórnarandstaðan hefði hins vegar aldrei verið upplýst um gang mála. „Ég lít svo á að seðlabankinn sé ekki bara seðlabanki forsætisráðherra og utanríkisráðherra sem gefi bara þeim upplýsingar," sagði Guðjón Arnar.

Þá sagði Guðjón Arnar að ríkisstjórnin væri rúin trausti og hún yrði að segja af sér. Þjóðin ætti rétt á því að kjósa sér nýja leiðtoga á næsta ári. Menn gætu ekki starfað eftir að leynimakk og svik hefðu verið upplýst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×