Innlent

Stýrihópar halda utan um tilboð í eignir íslensku bankanna

Fjöldi tilboða frá erlendum og íslenskum kaupsýslumönnum hefur borist í eignir gömlu íslensku bankanna og verða stýrihópar myndaðir í dag til að halda utan um þau.

Fulltrúar frá viðskipta- og fjármálaráðuneytum, Fjármálaeftirlitinu og skilanefndum bankanna munu eiga sæti í stýrihópunum. Tilboðin sem þegar hafa borist í gömlu bankana liggja inni á borði hjá Fjármáleftirlitinu og skilanefndum. Reynt verður að fá sem hæst verð fyrir eignirnar og því hefur verið reynt að fara hægt í sakirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×