Innlent

Sex mánaða dómur fyrir árás með glerflösku

MYND/Ingólfur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa slegið annan mann í andlitið með glerflösku þannig að hann hlaut 3,5 sentímetra skurð upp af hægri augubrún.

Atvikið átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Broadway í desember í fyrra. Maðurinn játaði brot sitt og segist hafa verið hent út af Broadway vegna ölvunar. Þar lenti hann í stympingum með fyrrgreindum afleiðingum.

Dómurinn sagði að höggið hefði verið ásetningur og árásin sérstaklega hættuleg þótt áverkinn hefði verið tiltölulega lítill. Var tekið tillit til þessa við ákvörðun refsingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×