Innlent

Tíu teknir fyrir hraðakstur í umdæmi Hvollsvallarlögreglu

Lögreglan á Hvolsvelli tók tíu manns fyrir of hraðan akstur í liðinni viku, en helmingur þeirra var erlendir ferðamenn.

Í dagbók lögreglunnar kemur enn fremur fram að sá sem hraðast ók var á 124 kílómetra hraða. Þá urðu tvær bílveltur í liðinni viku í umdæminu en engin meiðsl á fólki. Enn fremur fékk lögreglan á Hvolsvelli nokkrar tilkynningar um laushross við hringveginn og hvetur hún eigendur hrossa til að tryggja girðingar sínar svo hrossin sleppi ekki út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×