Innlent

Forsætisráðherra: Vantrauststillagan sett fram til að kalla fram óróa

Geir Haarde forsætisráðherra.
Geir Haarde forsætisráðherra.

Geir Haarde forsætisráðherra sagði, við umræður um vantrauststillögu á ríkisstjórnina, að tillagan væri vanhugsuð. Hann grunaði að tillagan væri fremur sett fram til að kalla fram óróa, frekar en að ætlunin væri að fá tillöguna samþykkta. Geir sagði að það væri ekkert vit í því að vera með óstarfhæfa ríkisstjórn á þeim tímum sem nú ríkja. Ekkert vit væri í því að bæta pólitískri óvissu við þá efnahagslegu óvissu sem nú ríkti. Hann sagði að aðdragandinn að fjármálakreppunni hefði verið algjörlega ófyrirsjáanlegur, en auðvelt væri að rýna í stöðuna eftir á og segja að hlutirnir hefðu átt að vera fyrirsjáanlegir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×