Fleiri fréttir

Var Alþingi blekkt?

Beittu menn vísvitandi blekkingum? spurði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag, þegar hún rifjaði upp rök sem færð voru fyrir því að ekki væri unnt að skilja grunnnetið frá þegar Landssíminn var einkavæddur. Forsætisráðherra svaraði að allir ráðgjafar hefðu eindregið mælt með því að fyrirtækið yrði selt í heilu lagi og þannig hefði mest verð fengist fyrir Símann.

Tillögur um Löngusker steyta á skeri

Fáránlega vitlaus hugmynd segir bæjarstjóri Kópavogs um tillögur framsóknarmanna í Reykjavík um að flytja flugvöllinn á Löngusker. Bæjarstjórum nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur, sem hlut eiga að máli, ber saman um að tillögur framsóknarmanna í Reykjavík, um flutning á flugvelllinum úr Vatnsmýrinni á Löngusker, séu óraunhæfar. Benda þeir á að sveitarfélög þeirra eigi lögsögu yfir skerjunum og að ekki verði flugvöllur færður þangað nema með samþykki þeirra.

RÚV hf. skref til einkavæðingar

Frumvarpið um Ríkisútvarpið er ákveðið skref til einkavæðingar þess, sagði Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við atkvæðagreiðslu í þinginu nú síðdegis. Pétur sagði að menn yrðu jafnhissa á því í framtíðinni að opinberir starfsmenn stunduðu fréttamennsku eins og menn væru hissa á því í dag að opinbera starfsmenn hefði þurft til að stunda bankastarfsemi.

Óhæfuverk í Írak

Á meðan ráðamenn í Írak ræða skipan nýrrar ríkisstjórnar hafa minnst átta Írakar fallið í röð sprengjuárása í höfuðborginni Bagdad í dag. Þá fundust 17 lík í borginni í dag og bendir allt til þess að fólkið hafi verið pyntað áður en það var myrt.

Engin rök fyrir sölu grunnnetsins hafa staðist

Engin rök ríkisstjórnarinnar fyrir því að selja grunnnet Símans með fyrirtækinu hafa staðist. Þessu hélt Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, fram á Alþingi í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að allir þeir ráðgjafar sem leitað hafi verið til við söluna hafi verið sammála um að réttast væri að selja Símann og grunnetið saman.

Óttast ekki refisaðgerðir

Ahmadinejad, Íransforseti, gaf í dag í skyna að til greina kæmi að Íranar segi sig úr Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni ef aðild að henni geri ekkert gagn. Stofnunin vísaði kjarnorkudeilunni til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í síðasta mánuði. Íranar hafa frest fram á föstudag til að hætta auðgun úrans.

Árás Maóista hrundið

Öryggissveeitum í Nepal tókst í dag að hrinda árás mörg hundruð Maóista á litla borg í austur hluta landsins. Árásin hófst í nótt og skiptust uppreinsar- og hermenn á skotum í margar klukkustundir. Þegar upp var staðið lágu fimm Maóistar og einn öryggissveitarmaður í valnum. Enn hefur verið sett á útgöngubann í höfuðborginni Katmandu í dag, þar sem tugþúsundir hafa undanfarna daga mótmælt alræðisvaldi Gyanendra konungs.

Sýknaðir vegna banaslyss að Kárahnjúkum

Héraðsdómur Austurlands sýknaði í dag fimm yfirmenn að Kárahnjúkum vegna ákæru um að þeir bæru ábyrgð á því að ungur maður lést í vinnslysi við Kárahnhjúkastíflu í mars 2004.

Skipulagsstofnun leggst gegn efnistöku úr Ingólfsfjalli.

Í tilkynningu frá Skipulagsstofnun segir að álit hennar byggi á lögum um mat á umhverfisáhrifum. Það sé álit stofnunarinnar að fyrirhuguð efnistaka úr Ingólfsfjalli eins og hún sé kynnt í matsskýrslu, sé ekki ásættanleg vegna verulega neikvæðra, varanlegra og óafturkræfra sjónrænna áhrifa og áhrifa á landslag sem hún mun óhjákvæmilega hafa í för með sér.

Abbas hótar Hamas-liðum

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, ætlar ekki að reka nýskipaða heimastjórn Hamas-liða þó lög heimili honum það. Hann sagði Hamas-liða verða að gera sér það ljóst að þeim sé nauðugur sá kostur að hefja friðarviðræður við ísraelsk stjórnvöld.

Stór áfangi í ökukennslumálum landsmanna

Ökukennarafélag Íslands og Akraneskaupstaður hafa tekið upp formlegt samstarf um undirbúning að stofnun fyrirtækis sem mun sjá um rekstur sérhannaðs aksturskennslusvæðis er staðsett verður á Akranesi. Aksturskennslusvæði þetta tekur mið af væntanlegri reglugerð samgönguráðuneytisins um aksturskennslusvæði og mun þjóna öllum landsmönnum.

Ökukennslusvæði byggt á Akranesi

Ökukennslusvæði verður byggt á Akranesi en þar munu ökunemar og þeir sem vilja auka ökuleikni sína geta æft sig á sérútbúnu svæði. Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð í dag.

Húsnæðisvelta virðist á niðurleið

Húsnæðisveltan á höfuðborgarsvæðinu virðist vera á hraðri niðurleið og var minni í síðustu viku en í lægðinni miklu í janúar.

Tveir jeppar rákust saman á Kringlumýrabraut

Árekstur varð á Kringlumýrabraut rétt fyrir klukkan þrjú í dag þegar tveir jeppar rákust saman. Engan sakaði í ósköpunum en svo virðist sem ökumaður jeppans hafi ekið í veg fyrir fólksbílinn með fyrrgreindum afleiðingum og eru báðir bílarnir mikið skemmdir.

Segir LN hafa slitið kjaraviðræðum við náttúrufræðinga

Félag íslenskra náttúrufræðinga segir launanefnd sveitarfélaga hafa slitið kjaraviðræðum við sig á dögunum en samningar hafa verið lausir frá því í nóvember 2004. Um er að ræða náttúrufræðinga sem starfa að skipulagsmálum, heilbrigðiseftirliti og hjá náttúrustofum.

Telur skuggagjald vænlegri leið en veggjald fyrir ný göng

Stjórnarformaður Spalar segir að ráðist verði í ný Hvalfjarðargöng á næstu fjórum til fimm árum til að anna þeirri auknu umferð sem hefur verið um göngin. Hann telur skuggagjald vænlegri leið en veggjald fyrir hin nýju göng. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari lækkun veggjalda í núverandi göng.

Halldór hitti Anders Fogh Rasmussen

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra átti í morgun fund með Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur en Rasmussen millilenti á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Grænlands.

Ólíklegt að RÚV-frumvarpi verði frestað fram á haust

Formaður menntamálanefndar telur ólíklegt að orðið verði við þeim kröfum stjórnarandstöðunnar að frumvarpið um Ríkisútvarpið verði ekki samþykkt á þessu þingi heldur frestað fram á haust. Þingflokksformaður Vinstri - grænna segir nauðsynlegt að gera það vegna nýrra gagna sem fram hafi komið í málinu.

Mikill sigur fyrir Gíursany í Ungverjalandi

Stjórnarflokkarnir héldu velli í þingkosningum í Ungverjalandi, sem fram fóru í gær. Þeirra bíður það verkefni að ná niður mesta fjárlagahalla innan Evrópusambandsins. Núverandi ríkisstjórn hlaut 210 þingsæti af 386.

Samningafundur í kjaradeilu ófaglærðra á elliheimilum

Samningafundur í kjaradeilu ófaglærðra starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum hefst klukkan tvö hjá ríkissáttasemjara. Það eru fulltrúar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sem sitja fundinn en þeir reyna að ná sáttum fyrir föstudag til að koma í veg fyrir að vikulangt setuverkfall skelli á og í framhaldinu fjöldauppsagnir.

Skólastarf miðpunktur Reykjavíkur

Skólastarf í byggingum Menntaskólans við Sund og Vogaskóla er miðpunktur búsetu í Reykjavík. Fyrir skemmstu var sagt frá því í fréttum að þungamiðja búsetu á höfuðborgarsvæðinu væri í Fossvogi. Nú hefur verið reiknað út með sömu líkönum hvar miðþunkturinn er innan borgarmarka Reykjavíkur eingöngu, vegna fjölda fyrirspurna.

Síðasti bærinn á sigurgöngu

Mynd Rúnars Rúnarsson Síðasti bærinn vann til verðlauna á Alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni í Dresden núna um helgina. Myndin hlaut tvenn verðlaun. Annars vegar Golden Horse Man Youth Oscar og hins vegar verðlaun sjónvarpsstöðvarinnar ARTE fyrir bestu stuttmyndina. Rúnar tók sjálfur við verðlaununum.

Bandaríkjamenn reyna að beita evrópskum bönkum fyrir sig

Bandaríkjamenn íhuga að beita evrópskum bönkum og fjármálastofnunum fyrir sig til að fá Írana ofan af þróun kjarnorku. Þetta hefur tímaritið Time eftir embættismönnum sem voru viðstaddir fund Condoleezu Rice og fjármálaráðherra Bretlands og Þýskalands.

Bátsrán endaði uppi í fjöru í Skerjafirði

Tíu tonna hraðfiskibáti, Gísla KÓ 10, var stolið úr Kópavogshöfn í nótt og fannst hann uppi í fjöru í Skerjafirði í morgun, talsvert skemmdur. Þjófurinn hafði skorið á landfestarnar, brotist inn í stýrishúsið og náð að ræsa vélina.

Bandarískir hermenn ótryggðir

Mörg hundruð bandarískir hermenn sem hafa slasast í Írak og Afganistan, eru ekki tryggðir, vegna kerfisbundinna mistaka tryggingasérfræðinga Pentagon. Nærri 900 hermenn skulda nú sem svarar rúmlega einni milljón dollara vegna sjúkrakostnaðar eftir að hafa slasast í átökum.

Sjö bílsprengjuárásir í Baghdad

Minnst átta hafa fallið og meira en áttatíu særst í sjö bílsprengjuárásum í Baghdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sprengjurnar hafa sprungið fyrir utan lögreglustöðvar, skrifstofur ráðuneyta og háskóla. Þetta sprengjuregn er talið tengjast hræringum í ríkisstjórn Íraka, þar sem nýr forsætisráðherra var valinn um helgina.

Hlaupið í rénun

Vatnsmagnið í Eldvatni er nú komið niður í um það bil 470 rúmmetra á sekúndu, sem er litlu minna en fyrra rennslismet, enda var hlaupið nú það stærsta hingað til. Þegar mest var var rennslið í Eldvatni við Ása rúmir 630 rúmmetrar á sekúndu. Áður en hlaupið hófst var rennslið í vatninu um 23 rúmmetrar á sekúndu og hefur það því næstum þrjátíufaldast þegar hæst stóð.

Líst vel á Nylon

Breska blaðið Sunday People spáir íslenska Nylonflokknum velgengni eftir að hafa fylgst með stúlkunum hita upp fyrir bresku poppsveitina Westlife um helgina. Þetta var upphaf tónleikaferðar Westlife um Bretland og munu Nylonstúlkurnar hita upp fyrir alla tónleikana.

Harry prins má ekki fara í stríð

Yngri syni Karls Bretaprins, Harry, verður líklega bannað að fylgja herdeild sinni til Íraks þegar herdeildin verður send þangað á næsta ári. Breska blaðið Times greinir frá þessu í dag.

Ekki alvarleg slys á fólki á Kringlumýrarbraut

Ekki urðu alvarleg slys á fólki í sex bíla árekstri sem varð á Kringlumýrarbraut, til móts við Nesti í Fossvogi um hálfníuleytið í morgun. Talsvert tjón varð hins vegar á bílum.

Arfaslök karfaveiði

Karfavertíðin á Reykjaneshrygg fer illa af stað og eru þrír íslenskir frystitogarar af þeim fjórum, sem voru byrjaðir veiðar þar, hættir og farnir til veiða á heimaslóð. Þó nokkrir erlendir togarar eru á svæðinu rétt utan við 200 mílna lögsögumörkin og er afli þeirra sjálfsagt ekki meiri en íslensku togaranna, en þeir halda þó áfram að reyna fyrir sér á svæðinu þar sem þeir hafa ekki að öðrum veiðum að hverfa.

Sex bíla árekstur á Kringlumýrarbraut

Sex bílar lentu hver á öðrum á Kringlumýrarbraut um hálfníuleytið, til móts við Nesti í Fossvogi. Ekki er enn vitað um slys á fólki eða skemmdir á bílum. Krapi og hálka hefur verið á götum Reykjavíkur í morgun og erfitt færi fyrir bíla á sumar. Það sem af er morgni hafa sjö umferðaróhöpp verið tilkynnt til lögreglu í Reykjavík.

Áframhaldandi ókyrrð í Nepal

Hundruð Maóista réðust í morgun inn í litla borg í austurhluta Nepals og skutu að opinberum byggingum. Þegar síðast fréttist höfðu skotbardagar milli maóistanna og öryggissveita staðið í sex klukkustundir, en ekki hafa enn borist fregnir af mannfalli.

Ósvikinn Bin Laden

Bandaríska leyniþjónustan telur fullvíst að upptakan frá Ósama Bin Laden sem AlJazeera birti í gær, sé ósvikin. Á upptökunni hvatti Bin Laden fylgismenn sína til að búa sig undir langt stríð gegn Vesturlandabúum.

Vilja ræða Rúv frumvarpið í sumar

Fulltrúar Vinstri-grænna og Samfylkingar í menntamálanefnd hafa sent formanni nefndarinnar bréf þar sem farið er fram á að frumvarp til laga um Ríkisútvarpið verði ekki samþykkt á þessu þingi heldur unnið á ný í sumar. Þá vilja þeir að kannað verði sérstaklega hvort Ríkisútvarpið verði gert að sjálfseignarstofnun og hvernig hægt sé að halda öllum kostum hlutafélagsformsins en sneiða af ókostina.

Unglingar á ofsaferð

Sautján ára unglingur var stöðvaður eftir að hafa ekið bíl sínum á 144 kílómetra hraða eftir Reykjanesbraut í Kópavogi í gærkvöldi, þar sem hámarkshraði er sjötíu. Hann var því á meira en tvöföldum hámarkshraða og með aðeins tíu daga gamalt reynsluskírteini, sem hann missti umsvifalaust.

Sala fasteigna hrapar

Húsnæðisveltan á höfuðborgarsvæðinu er í frjálsu falli aðra vikuna í röð og var minni í síðustu viku en í lægðinni miklu, í síðustu vikum janúarmánaðar.

Sjatnar í Skaftá

Talsvert er farið að sjatna efst í Skaftá en rennsli er enn mikið neðantil í ánni eins og á Kirkjubæjarklaustri. Vatnsmagnið efra er nú komið niður í um það bil 500 rúmmetra á sekúndu, sem jafngildir fyrra rennslismeti, enda var hlaupið nú, það stærsta hingað til.

Hálka á sumardaginn fimmta

Sumardagurinn fimmti rann upp alhvítur á höfuðborgarsvæðinu með jólasnjó á trjágreinum. Þetta kom mörgum ökumönnum í bobba í morgunsárið því nú er komið sumar samkvæmt almanakinu og nagladekkin almennt komin inn í bílskúra og geymslur.

Þjófsflótti á reiðhjóli

Innbrotsþjófur á stolnu reiðhjóli var gripinn glóðvolgur í Þingholtunum í Reykjavík í nótt, þrátt fyrir tilraun til að stinga lögregluna af. Hann var búinn að brjóta rúðu í íbúð við Þingholtsstræti þegar húsráðandi vaknaði, en við það kom styggð að þjófnum, en þó ekki meiri en svo að hann náði að stela reiðhjóli húsráðanda, sem geymt var utandyra. En allt kom fyrir ekki, lögreglumenn óku hann uppi og handtóku hann.

Hlaupið í Skaftá það allra stærsta

Vatnamælingamaður Orkustofnunar segist aldrei hafa séð eins mikið vatn í Eldvatni við Ása og í dag. Hlaupið í Skaftá hefur að öllum líkindum náð hámarki, en það er einstakt að ýmsu leyti. Þrýstingurinn sem myndaðist í eystri Skaftárkatli virðist hafa verið meiri nú en í öðrum hlaupum sem gerði það að verkum að vatnið braut sér leið í gegnum ísmassan og nánast sprengdi hann. Við það dreifðist hlaupið á stærra svæði, var mjög ákaft og hljóp meðal annars í Tungnaá.

Ungverska stjórnin hélt velli

Jafnaðarmannastjórnin í Ungverjalandi hélt velli í þingkosningum í landinu, en síðari umferð þeirra fór fram í dag.

Björgólfur Thor 32. auðugasti maður Bretlands

Breska blaðið Sunday Times metur eignir Björgólfs Thors Björgólfssonar á liðlega 214 milljarða króna og segir þær hafa fjórfaldast á einu ári. Hann er samkvæmt þessu þrítugasti og annar ríkasti maður Bretlandseyja.

Sjá næstu 50 fréttir