Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 5. ágúst 2025 22:44 Skúli Björn Gunnarsson með laxinn sem hann veiddi í gær á Efri-Jökuldal um einn kílómetra ofan Stuðlagils. Skúli Björn Gunnarsson Nítján árum eftir að Jökulsá á Dal var stífluð við Kárahnjúka hefur tekist að byggja upp í ánni einn stærsta laxastofn landsins. Lax sem veiddist í gær á Efri-Jökuldal ofan Stuðlagils gæti verið sá lax sem veiðst hefur lengst frá sjó á Íslandi. Í fréttum Sýnar var rifjað upp að með Kárahnjúkastíflu breyttist Jökla úr forugasta fljóti landsins í tæra bergvatnsá árið 2006. Þetta varð til þess að Þröstur Elliðason í Veiðiþjónustunni Strengjum hóf að rækta upp ána í samstarfi við bændur. Þröstur Elliðason, leigutaki Jökulsár á Dal, á verönd veiðihússins í Jökulsárhlíð í dag.Sýn Þröstur segir að náttúrulegar aðstæður og uppeldisskilyrði seiða hafi reynst mun betri en menn héldu upphaflega. Þá hafi fylling Hálslóns með árlegu yfirfalli síðsumars á Kárahnjúkum ekki reynst sá skaðvaldur gagnvart seiðum sem menn óttuðust. „Og nú er bara að vaxa upp stór og mikill laxastofn á svæðinu, sem var í upphafi með seiðasleppingum. Ég er að minnka þær og náttúran er að taka við. Og þetta er einn stærsti laxastofn landsins líklega í dag,“ segir Þröstur en fyrirtæki hans er leigutaki Jökulsár á Dal. Frá Efri-Jökuldal.Arnar Halldórsson. Hann segir að menn hafi verið að leita að laxi á Efri-Jökuldal langleiðina að bænum Brú á Jökuldal. Í gær hafi veiðst lax ofan Stuðlagils. „Sem er alveg frábært,“ segir Þröstur. Það var Skúli Björn Gunnarsson sem fékk laxinn um einn kílómetra ofan Stuðlagils og gæti hann verið sá sem veiðst hefur lengst frá sjó á Íslandi. Veiðistaðurinn ofan Stuðlagils.Skúli Björn Gunnarsson Þröstur segir að í loftlínu sé veiðistaðurinn um 75 kílómetra frá sjó. Laxinn gæti hafa gengið 80 til 90 kílómetra upp í ánni frá sjó. „Ég veit ekki hvort það sé önnur á þar sem veiðst hefur lengra innanlands. Ég er ekki viss. En hugsanlega,“ segir Þröstur. Helsti veiðisérfræðingur landsins, Eggert Skúlason, telur að lax hafi hugsanlega veiðst ofar í Stóru-Laxá í Hreppum. Það sé þó óvíst og erfitt að skera úr um það. Frá Hrafnkelsdal. Um hann rennur áin Hrafnkela, ein af mörgum þverám Jöklu.Arnar Halldórsson Útbreiðsla laxins í Jöklu vekur spurningar um hvort lax gæti jafnvel gengið alla leið upp á Hrafnkelsdal. „Við erum svona hægt og rólega að vinna okkur upp Jökuldalinn,“ segir Þröstur. Ferlið hafi verið langt að átta sig á hvar hann sé. „Það er lax miklu víðar en við héldum.“ En það er einnig athyglisvert að á sama tíma og flestar laxveiðiár landsins valda vonbrigðum þetta sumarið er veiðin í Jöklu fjörutíu prósentum meiri en í fyrra. Jökulsá á Dal neðan brúarinnar á hringveginum við Brúarásskóla.Arnar Halldórsson „Það eru komnir eitthvað um 800 laxar. Það hafa verið svona 20 til 40 á dag. Ef við hefðum fengið að veiða í þrjá mánuði þá værum við að taka vel á annað þúsund laxa. En við erum reyndar ennþá að veiða. Við erum byrjaðir að veiða núna í hliðaránum. Það eru komnir nokkrir laxar á land núna í morgun. Veiðimenn eru að tínast hérna inn. Ég er búinn að heyra af þremur fjórum löxum í hliðarám og bleikjum og sjóbirting. Þannig að menn eru eitthvað að veiða hérna í hliðaránum í Jöklu þar sem er alltaf tært.“ Hálslón fór á yfirfall í gær.Stöð 2 Hálslón fór á yfirfall í gær sem þýðir að mórautt jökulvatnið flæðir núna niður árfarveginn. Það var hins vegar stíflan sem gerði Jöklu að laxveiðiá. „Venjulega hafa menn bölvað virkjunum – allt sem tengist laxveiði. En það er nú ekki kannski alveg hér. Reyndar bölvum við yfirfallinu. Það mátti koma seinna. Það kemur yfirleitt í lok ágúst, eða seinnipart sumars. En það er búið að vera heitt í sumar, því miður. Ég er eiginlega eini maðurinn sem bölvar hitanum,“ segir Þröstur og hlær í Sýnarviðtali sem sjá má hér: Hér má heyra hvað bændur á Jökuldal sögðu fyrir sjö árum: Múlaþing Lax Stangveiði Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Tengdar fréttir Segir Jöklu kannski verða stærstu laxveiðiá Evrópu Laxagengd í Jökulsá á Dal í sumar var sú mesta frá því byrjað var að rækta hana upp sem laxveiðiá eftir að áin varð bergvatnsá með Kárahnjúkastíflu. 12. nóvember 2018 21:00 Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Í fréttum Sýnar var rifjað upp að með Kárahnjúkastíflu breyttist Jökla úr forugasta fljóti landsins í tæra bergvatnsá árið 2006. Þetta varð til þess að Þröstur Elliðason í Veiðiþjónustunni Strengjum hóf að rækta upp ána í samstarfi við bændur. Þröstur Elliðason, leigutaki Jökulsár á Dal, á verönd veiðihússins í Jökulsárhlíð í dag.Sýn Þröstur segir að náttúrulegar aðstæður og uppeldisskilyrði seiða hafi reynst mun betri en menn héldu upphaflega. Þá hafi fylling Hálslóns með árlegu yfirfalli síðsumars á Kárahnjúkum ekki reynst sá skaðvaldur gagnvart seiðum sem menn óttuðust. „Og nú er bara að vaxa upp stór og mikill laxastofn á svæðinu, sem var í upphafi með seiðasleppingum. Ég er að minnka þær og náttúran er að taka við. Og þetta er einn stærsti laxastofn landsins líklega í dag,“ segir Þröstur en fyrirtæki hans er leigutaki Jökulsár á Dal. Frá Efri-Jökuldal.Arnar Halldórsson. Hann segir að menn hafi verið að leita að laxi á Efri-Jökuldal langleiðina að bænum Brú á Jökuldal. Í gær hafi veiðst lax ofan Stuðlagils. „Sem er alveg frábært,“ segir Þröstur. Það var Skúli Björn Gunnarsson sem fékk laxinn um einn kílómetra ofan Stuðlagils og gæti hann verið sá sem veiðst hefur lengst frá sjó á Íslandi. Veiðistaðurinn ofan Stuðlagils.Skúli Björn Gunnarsson Þröstur segir að í loftlínu sé veiðistaðurinn um 75 kílómetra frá sjó. Laxinn gæti hafa gengið 80 til 90 kílómetra upp í ánni frá sjó. „Ég veit ekki hvort það sé önnur á þar sem veiðst hefur lengra innanlands. Ég er ekki viss. En hugsanlega,“ segir Þröstur. Helsti veiðisérfræðingur landsins, Eggert Skúlason, telur að lax hafi hugsanlega veiðst ofar í Stóru-Laxá í Hreppum. Það sé þó óvíst og erfitt að skera úr um það. Frá Hrafnkelsdal. Um hann rennur áin Hrafnkela, ein af mörgum þverám Jöklu.Arnar Halldórsson Útbreiðsla laxins í Jöklu vekur spurningar um hvort lax gæti jafnvel gengið alla leið upp á Hrafnkelsdal. „Við erum svona hægt og rólega að vinna okkur upp Jökuldalinn,“ segir Þröstur. Ferlið hafi verið langt að átta sig á hvar hann sé. „Það er lax miklu víðar en við héldum.“ En það er einnig athyglisvert að á sama tíma og flestar laxveiðiár landsins valda vonbrigðum þetta sumarið er veiðin í Jöklu fjörutíu prósentum meiri en í fyrra. Jökulsá á Dal neðan brúarinnar á hringveginum við Brúarásskóla.Arnar Halldórsson „Það eru komnir eitthvað um 800 laxar. Það hafa verið svona 20 til 40 á dag. Ef við hefðum fengið að veiða í þrjá mánuði þá værum við að taka vel á annað þúsund laxa. En við erum reyndar ennþá að veiða. Við erum byrjaðir að veiða núna í hliðaránum. Það eru komnir nokkrir laxar á land núna í morgun. Veiðimenn eru að tínast hérna inn. Ég er búinn að heyra af þremur fjórum löxum í hliðarám og bleikjum og sjóbirting. Þannig að menn eru eitthvað að veiða hérna í hliðaránum í Jöklu þar sem er alltaf tært.“ Hálslón fór á yfirfall í gær.Stöð 2 Hálslón fór á yfirfall í gær sem þýðir að mórautt jökulvatnið flæðir núna niður árfarveginn. Það var hins vegar stíflan sem gerði Jöklu að laxveiðiá. „Venjulega hafa menn bölvað virkjunum – allt sem tengist laxveiði. En það er nú ekki kannski alveg hér. Reyndar bölvum við yfirfallinu. Það mátti koma seinna. Það kemur yfirleitt í lok ágúst, eða seinnipart sumars. En það er búið að vera heitt í sumar, því miður. Ég er eiginlega eini maðurinn sem bölvar hitanum,“ segir Þröstur og hlær í Sýnarviðtali sem sjá má hér: Hér má heyra hvað bændur á Jökuldal sögðu fyrir sjö árum:
Múlaþing Lax Stangveiði Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Tengdar fréttir Segir Jöklu kannski verða stærstu laxveiðiá Evrópu Laxagengd í Jökulsá á Dal í sumar var sú mesta frá því byrjað var að rækta hana upp sem laxveiðiá eftir að áin varð bergvatnsá með Kárahnjúkastíflu. 12. nóvember 2018 21:00 Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Segir Jöklu kannski verða stærstu laxveiðiá Evrópu Laxagengd í Jökulsá á Dal í sumar var sú mesta frá því byrjað var að rækta hana upp sem laxveiðiá eftir að áin varð bergvatnsá með Kárahnjúkastíflu. 12. nóvember 2018 21:00
Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00