Innlent

Vilja ræða Rúv frumvarpið í sumar

MYND/GVA

Fulltrúar Vinstri-grænna og Samfylkingar í menntamálanefnd hafa sent formanni nefndarinnar bréf þar sem farið er fram á að frumvarp til laga um Ríkisútvarpið verði ekki samþykkt á þessu þingi heldur unnið á ný í sumar. Þá vilja þeir að kannað verði sérstaklega hvort Ríkisútvarpið verði gert að sjálfseignarstofnun og hvernig hægt sé að halda öllum kostum hlutafélagsformsins en sneiða af ókostina. Að lokum var þeir þess á leit að farið verði yfir þær ábendingar sem nefndinni hefur borist um lögin og að stefnt verði að því að ljúka lagasetningu fyrir áramót. Segja fulltrúarnir tilganginn vera þann að ná sátt um málið í samfélaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×