Innlent

Stór áfangi í ökukennslumálum landsmanna

Ökukennarafélag Íslands og Akraneskaupstaður hafa tekið upp formlegt samstarf um undirbúning að stofnun fyrirtækis sem mun sjá um rekstur sérhannaðs aksturskennslusvæðis er staðsett verður á Akranesi. Aksturskennslusvæði þetta tekur mið af væntanlegri reglugerð samgönguráðuneytisins um aksturskennslusvæði og mun þjóna öllum landsmönnum.

Það voru Guðmundur Páll Jónsson bæjarstjóri á Akranesi, Guðbrandur Bogason formaður Ökukennarafélags Íslands og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra undirrituðu yfirlýsingu í húsnæði Ökukennarafélags Íslands fyrr í dag.

Meginmarkmið þessa samstarfs er að auka umferðaröryggi á Íslandi með uppbyggingu og rekstri á sérhönnuðu aksturkennslusvæði fyrir íslenska ökumenn. Aksturskennslusvæðinu er ætlað að standast alþjóðlegar kröfur sem gilda um slík svæði. Samstarfsaðilar munu einnig leggja sig fram við að reisa sérstök ökugerði fyrir akstursþjálfun á nokkrum stöðum á landinu og efla þannig enn frekar grunnökunám á Íslandi.

Aðilar lýsa vilja sínum til að hrinda þessu verkefni í framkvæmd á næstu mánuðum í samstarfi við samgönguyfirvöld og aðra þá er að umferðaröryggismálum koma.

Um áratuga skeið hafa ökukennarar haft gerð slíks svæðis á stefnuskrá sinni þannig að segja má að gamall draumur sér senn að rætasst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×