Erlent

Bandaríkjamenn reyna að beita evrópskum bönkum fyrir sig

MYND/AP

Bandaríkjamenn íhuga að beita evrópskum bönkum og fjármálastofnunum fyrir sig til að fá Írana ofan af þróun kjarnorku. Þetta hefur tímaritið Time eftir embættismönnum sem voru viðstaddir fund Condoleezy Rice og fjármálaráðherra Bretlands og Þýskalands.

Þar hafi komið til tals að fá evrópska banka til að hætta alfarið að eiga viðskipti við Íran og trufla þá þar með í að verða sér úti um frekari tækni til þróun kjarnorku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×