Innlent

Þjófsflótti á reiðhjóli

Innbrotsþjófur á stolnu reiðhjóli var gripinn glóðvolgur í Þingholtunum í Reykjavík í nótt, þrátt fyrir tilraun til að stinga lögregluna af. Hann var búinn að brjóta rúðu í íbúð við Þingholtsstræti þegar húsráðandi vaknaði, en við það kom styggð að þjófnum, en þó ekki meiri en svo að hann náði að stela reiðhjóli húsráðanda, sem geymt var utandyra.

En allt kom fyrir ekki, lögreglumenn óku hann uppi og handtóku hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×